Thursday, April 17, 2008

The Rosebuds


Það er alltaf gaman að vera eftirá. Þegar ég var úti um daginn og var að gramsa í rekkunum í Other Music otaði Snorri að mér Birds Make Good Neighbours með The Rosebuds og mælti með að ég tékkaði á henni. Við nánari athugun kom í ljós að þessi plata kom út árið 2005 og hefur greinilega farið algjörlega framhjá mér því þó ég kannaðist óljóst við nafnið á sveitinni hafði ég aldrei heyrt í henni. Ég ákvað nú samt að bæta diskinum í bunkann úr því Snorri mælti með honum og vá hvað ég sé ekki eftir því. Mér leist eiginlega hvorki á plötucoverið, plötunafnið né hljómsveitarnafnið... fannst þetta allt hljóma eins og það gæti verið væmið og asnalegt en svo er það meira svona quirky og drungalegt. Ég er vonlaus þegar kemur að því að líkja hljómsveitum saman svo ég get ekki nefnt neitt sem þessi minnir á en ég veit bara að mér finnst platan mjög góð. Það skemmtilega er svo að þau gáfu út plötuna Night Of The Furies í fyrra sem ég á þá bara alveg inni að hlusta á. Heppilegt!

The Rosebuds - Shake Our Tree
(hressandi!)
The Rosebuds - Blue Bird (hugljúft!)

2 comments:

Snorri said...

Hahaha gott ad geta ordid ad gagni !
Eg verd to ad segja ad mer finnst nyja platan ekki alveg eins god, hun er ekki eins drungaleg og nervy a melodiskan hatt sem var tad sem eg filadi einna mest vid Birds Make Good Neighbours. En eg a to eftir ad gefa Nights of the Furies meiri sjens, tad vidurkennist.

Kristín Gróa said...

Já ég á bara lagið 'Get Up Get Out' af nýju plötunni og mér finnst það eiginlega bara frekar leiðinlegt. Óttaleg froða eitthvað og lítið substance... mjög fyndið að hlusta á það eftir að hafa hlustað á 'Birds Make Good Neighbours' plötuna því það er eins og þetta sé önnur hljómsveit.