Wednesday, April 2, 2008

Ladytron & Sally Shapiro


Ladytron eru víst að fara að gefa út nýja plötu í byrjun júní sem fengið hefur nafnið Velocifero. Ég hef aldrei verið neitt mega hrifin af þeim en fyrsti síngúllinn fer sem eldur í sinu um alnetið og hljómar svo sem alltílæ. Mér finnst þetta bara svo dautt og boring alltaf hjá þeim en ég virðist vera ein um þá skoðun svo þið ættuð kannski ekki að taka of mikið mark á mér. Ég fíla samt ágætlega Hot Chip remixið af hittaranum Destroy Everything You Touch svo ég get með góðri samvisku mælt með því.

Ladytron - Black Cat af Velocifero
Ladytron - Destroy Everything You Touch (Hot Chip Remix)

Ladytron á MySpace



Sænska diskóprinsessan Sally Shapiro er að fara að gefa út tvær remix plötur sem nefnast Remix Romance, Vol. 1 & Vol. 2. Sú fyrri kemur 16. apríl en sú seinni 17. júní svo aðdáendur stúlkunnar geta aldeilis glaðst þessa dagana. Maður myndi nú kannski gleðjast enn meira ef hún væri virkilega að gefa út eitthvað nýtt en hei það er óþarfi að vera með einhver leiðindi. Ef svo ólíklega vill til að þið eigið ekki He Keeps Me Alive af plötunni Disco Romance þá læt ég það fylgja með því það er svo skelfilega fallegt.

Sally Shapiro - Jackie Junior (Junior Boys remix) af Remix Romance, Vol. 1
Sally Shapiro - He Keeps Me Alive af Disco Romance

Sally Shapiro á MySpace

No comments: