Friday, April 25, 2008

topp 5 shuffle lög - zvenni

Þar sem ég var í tímaþröng og ekki að nenna að stressa mig of mikið á hlutunum ákvað ég að taka fyrstu 5 lögin sem kæmu upp. Velti því fyrir mér í leiðinni hvort það sé svona að stunda fiskveiðar?, bara henda netinu út fyrir og vona það besta? Alla veganna þá get ég verið sæmilega ánægður með fenginn, þrátt fyrir marhnútinn...

Name: Long Way Home
Artist: Tom Waits
Time: 3:10
Album: Orphans: Brawlers, Bawlers & Bastards [Disc 2]

Mjög ánægur með að Waits hafi náð in á listann. Einn af mínum topp 5 uppáhaldslistamönnum.

Name: Lithium (Live)
Artist: Nirvana
Time: 5:33
Album:

Var að hlusta á þetta lag í fyrsta skiptið í dag og það er ekki með Nirvana. Þetta er einhver hálf aulalegur gaur að raula lagið og spila á gítarinn sinn. Til að toppa það þá kann hann ekki að spila lagið og er alltaf að stoppa til að kíkja á textablaðið sitt og hlægja. Hef ekki hugmynd um hver þetta er. Minnir ögn á Jack Black en held samt að þetta sé ekki hann. Ef einhver kannast við kauða má endilega láta vita í athugasemdakerfinu.

Name: Track 03
Artist: The Beatles
Time: 2:08
Album: The Beatles for Sale

Ekki slæmt að ná Bítlunum. Var ekki búna skíra lagið inn í bókasafnið en það mun vera Baby´s in Black.

Name: Soma
Artist: Smashing Pumpkins
Time: 6:40
Album: Siamese Dream

Var búinn að gleyma að ég ætti þessa plötu, var aldrei neinn ofur Smashing Pumkins aðdáandi en fílaði þessa. Gott að vita af henni í safninu.

Name: In The Lap Of The Gods...Revisited
Artist: Queen
Time: 3:45
Album: Sheer Heart Attack

Skemmtilegt lag með Queen af rokkaðri tímabili þeirra og ögn í anda aðferðafræði lista dagsins. Bara ýta á takkann og treysta á almættið.

No comments: