Sunday, April 13, 2008

Topp 5 metallög - Vignir

Afsakið seinleika póstsins. Skemmtilegir gestir eyðileggja allt tímaskyn.

Mér fannst í rauninni allt of erfitt að velja 5 metallög allra tíma þannig að ég ákvað að setja aðeins nýrri lög sem hafa verið að heilla mig seinustu ár.

5. Slipknot - The Blister Exists

Já, Slipknot er kjánaleg. Ég geri mér fullkomnlega grein fyrir því. En þeir eiga alveg nokkuð góð lög og má þar t.d. nefna að spilamennskan er alveg á besta máta og krafturinn kemst oft vel til skila. Sú ákvörðun að hafa þrjá trommara veldur líka oft skemmtilegum blöndum og gerir oft mikla lukku eins og t.d. í þessu lagi.

4. Lamb of God - As the Palaces Burn

Ég endist ekki mikið á Lamb of God. Yfirleitt get ég ekki hlustað oft á plöturnar þeirra en það er mjög gott að detta inn á þær ef manni vantar smá spark í rassinn.

3. Tool - The Pot

Já, ég kann ekki að gera lista án þess að setja Tool á hann. Þótt að Tool sé mjög experimental hljómsveit, þá er grunnurinn þeirra að sjálfsögðu metallinn. Þetta lag er af nýjustu plötunni þeirra, 10.000 Days og er kannski svona það sem er mest "venjulega" metallagið þar.

2. Opeth - The Baying of the Hounds

Sænskur dauðametall! ARRRR!!! Opeth byrjaði sem týpísk sænsk dauðametalsveit en fór að pæla aðeins meira í hlutunum og auka á tónsmíðarnar. Meistaraverkið þeirra er að mínu mati Ghost Reveries sem kom út árið 2005. Virkilega melódísk og flott tónlist sem fer upp og niður, vinstri og hægri á skalanum.

1. Mastodon - The Wolf is Loose


Jebb. Hann er með tattú á enninu. Mastodon er besta metalsveitin sem er starfandi í dag. Þannig er það bara. Þetta lag er fyrsta lagið af þeirra nýjustu plötu Blood Mountain. Þarna vita allir hvað á að gera og eru ótrúlega þéttir og trommarinn sér um að gefa rétta tóninn fyrir lagið og plötuna.

P.S. Ég kemst ekki í tónlistina mína og get ekki sett linka á lögin alveg strax.

No comments: