Nú skal ég alveg viðurkenna að ég á það til að vera helst til jákvæð á allt það sem franskt er en í þessu tilfelli þarf held ég enga frönskusleikju. Ég var aðeins búin að hlusta á Yelle þegar diskurinn hennar kom út í fyrra en með hækkandi sól (og hitastigi) fór ég að hlusta aðeins meira og þetta er bara hin fullkomna sumartónlist! Þegar maður er svo fastur inni í 22 stiga hita og sól vegna próflesturs er klárlega málið að horfa á þetta video, reyna að herma og dansa í sig hressleikann - þetta er bara ekkert hægt!
Og svo getur vel verið að ég sé bara búin að missa mig í lestrinum en mér finnst meira að segja eurovisionlag frakkanna skemmtilegt þetta árið. Hresst, sumarlegt og myndbandið er fyndið. Lagið er víst fyrst franska eurovisionlagið sem sungið er eingöngu á ensku. Frakkarnir urðu auðvitað brjálaðir út af því og að lokum lofaði dúddinn að breyta textanum þannig að það verði ca. 50:50 á ensku og frönsku. Frakkar eru svo snar :)
Yelle - A Cause des Garcons (TEPR remix) [mp3] [myspace]
Sebastien Tellier - Divine [mp3] [myspace]
Yelle - A Cause des Garcons (TEPR remix) [mp3] [myspace]
Sebastien Tellier - Divine [mp3] [myspace]
Blogged with the Flock Browser
No comments:
Post a Comment