Friday, April 11, 2008

Topp 5 Metallög - zvenni

Speed King - Deep Purple

In Rock með Deep Purple var mikil uppgötvun fyrir mig. Var líklega 15 eða 16 er ég leigði hana á vínyl á bókasafninu. Frummetalband þegar blúsinn var enn með í pakkanum. Máski ekki harðasta bandið en þungi í hverjum tón.

Sabbath Bloody Sabbath - Black Sabbath

Annað frummetalband sem gaf tón um nýja tíma. Ungir menn með mikinn áhuga á trúmálum, táknum og messum.

Stone Cold Crazy - Queen


Fyrstu plötur Queen eru alls ekki svo vitlausar og meira að segja þungar á köflum. Bandið blómstraði á svipuðum tíma og Judas Priest og fleiri bönd eftir brotthvarf Black Sabbath. Rámar í að Metallica hafi tekið þetta lag á minningartónleikunum um Freddy Mercury forðum.

(Áhugasömum er einnig bent á Sheer Heart Attack og Keep Yourself Alive)

SlaughterHouse - Powermad

Þetta lag greip mig í Wild at Heart myndinni. Skemmtilegt speed-metal. Keypti sándtrakkið og leitaði út um allt að upprunalegu plötunni með bandinu. Rakst loks á hana mörgum árum seinna hjá þýskum kærasta frænku minnar í Hamburg sem átti eintak á vínyl. Hann bjó svo vel að geta brennt hana yfir á disk fyrir mig. Það var fallega gert.

Sugar - System of a Down

Nu-metall af fyrstu plötu sveitarinnar. Á afar góða minningu um þetta lag. Fórum fimm saman í hringferð til að heimsækja ríkisverslanir landsins. Mammsi og Guðjón frammi í lansernum og ekkert alltof ánægðir með að hafa látið undan fullu vitleysingjunum aftur í og spila lagið í skipti númer ég veit ekki hvað. Ingvar, Siggi P og ég aftur á móti í skýjunum. Góðir tímar.

No comments: