Wednesday, April 16, 2008

The Raconteurs


Ég hef sagt það áður og ég á eftir að segja það aftur.. ég er veik fyrir Jack White. Það er eitthvað við hann sem ég get ekki fest fingurinn á og þegar ég sé hann spila live þá kikna ég gjörsamlega í hnjáliðunum. Að heyra þennan mann spila á gítar er alveg out of this world, hann er svo fáránlega intense að maður verður vart vitni að öðru eins. Ég varð þess vegna auðvitað að kaupa nýju Raconteurs plötuna til að fá Jack White skammtinn minn.

Það vita væntanlega allir að The Raconteurs tilkynntu um tilvist Consolers Of The Lonely aðeins viku fyrir útgáfudaginn svo maður fékk varla tíma til að búa sér til væntingar. Ég bjóst svo sem ekki við neinum flugeldum en svo greip platan mig strax við fyrstu hlustun. Þetta hljómar ekkert voða nýtt eða ögrandi en að búa til tímalausa plötu sem gengur svona smooth og grípur mann strax er viss list. Maður hefur á tilfinningunni að þeir hafi ekkert fyrir þessu og það er það magnaða. Ekki búast við tímamótaverki heldur skemmtilegri rokkplötu sem er tekin upp af frábærum tónlistarmönnum og þá verðið þið ekki fyrir vonbrigðum.

The Raconteurs - Hold Up

The Raconteurs - Top Yourself

No comments: