Monday, April 21, 2008

Tapes 'n Tapes


Tapes 'n Tapes gáfu út plötuna Walk It Off á dögunum og ég náði mér auðvitað í eintak enda mjög hrifin af fyrri plötunni. Við fyrstu hlustun grípur hún ekki eins og The Loon gerði, það er ekkert instantly catchy eins og Cowbell eða Insistor hérna. Eftir að hafa hlustað nokkrum sinnum er ég þó farin að kunna betur við plötuna en ég gerði í fyrstu og ég gæti jafnvel trúað að eftir nokkrar hlustanir í viðbót fari mér að finnast hún skrambi góð. Sumar plötur eru bara þannig.

Tapes 'n Tapes - Headshock
Tapes 'n Tapes - Say Back Something

Tapes 'n Tapes á MySpace

2 comments:

Vignir Hafsteinsson said...

Ég er einmitt búinn að vera með þessa í spilaranum upp á síðkastið og ég er sammála um að hún er ekki jafn sterk og The Loon en hún batnar með hverri hlustun.
Le Ruse er sterkt opnunarlag. Fyrsti singullinn, Hang Them All, festir sig á heilanum manns mjög hratt og Conquest er líka virkilega gott. Trommurnar í byrjuninni á George Michael eru líka GEÐVEIKAR!

Krissa said...

Jááá ég fór að sjá þá um daginn og 'gömlu' lögin eru betri live en þau nýju - Walk It Off er bara ekki jafn catchy og The Loon. Hinsvegar vinnur hún verulega á með hverri hlustun og hún er rosalega góð - bara grípur mann ekki strax eins og sú fyrri ;)