Friday, April 25, 2008

Topp 5 Party Shuffle Spectacular - Vignir

5. Alexisonfire - 44 Caliber Love Letter
Opnunarlag fyrstu plötu hardcore hljómsveitarinnar Alexisonfire. Byrjar ekkert voðalega vel, gítarinn hljómar falskur og svona en svo stórbatnar þetta. Þetta lag og öll þessi plata gefur mér gott nostalgíukast aftur til baka þegar ég var á lokaárinu mínu og var að vinna lokaverkefnið mitt og þessi plata var í spilun hjá öllum meðlimum. Virkilega góð plata sem ég mæli eindregið með.

4. The White Stripes - Conquest
Frábært lag af nýjustu plötu The White Stripes sem ég komst löngu seinna að að væri cover af gömlu 50s lagi með Patti Page. Skemmtilegt lag samt með virkilega flottu samspili gítars Jack White og mexíkóskum trompetleik.

3. AC/DC - Givin the Dog a Bone
Þetta er svo subbulegur texti:
She take you down easy
Going down to her knees
Going down to the devil
Down down at ninety degrees
She blowing me crazy
'til my ammunition is dry
She's using her head again
She's using her head
She's using her head again
I'm justa giving the dog a bone

Einhver asnalegur macho háttur í gangi þarna. Back in Black er alveg skemmtileg plata en maður fær algjöran kjánahroll ef maður fer að hlusta á textann í þessu lagi.

2. Radiohead - Climbing up the Walls
Randomið var aldeilis gjöfult hér. Besta lag bestu plötu Radiohead. Þýðir það að þetta sé besta lag Radiohead? Nei kjáni! Það er There, There. En já, Climbing up the Walls. Þetta lag er svo nærri fullkomnun að það er bara ótrúlegt. Einn flottasti taktur sem Phil Selway hefur gert og þá er mikið sagt. Gítarleikur
Ed O'Brien leikur sér að eldinum og hangir við það að missa hann í feedback. Texti Thom Yorke er frábær og virkilega vel sunginn. Colin Greenwood sér um halda laginu saman með góðum bassaleik og bróðir hans Johnny leikur sér að fullt af tækjum til að fullkomna hljóðheim lagsins. Við sjáum sönnun 1A:


1. Jeff Buckley - The Way Young Lovers Do
Live cover af gömlu Van Morrison lagi. Fallegur texti sem á vel við rödd Buckley.
I kissed you on the lips once more
And we said goodbye just adoring the nighttime
Yeah, thats the right time
To feel the way that young lovers do

2 comments:

Kristín Gróa said...

OMG þessi AC/DC texti er svo subbulegur að mér finnst ég dóni að hafa lesið í gegnum hann! Haha.

Krissa said...

Bwahaha viðððbjóðstexti! Ég hef aldrei tekið neitt sérstaklega eftir AC/DC textum hingað til - maybe that's a good thing?

Climbing Up The Walls er líka svo fáááranlega gott! Kannski ekki besta Radiohead lagið en það er meira vegna þess hversu mörg alltof góð lög Radiohead eru búnir að gera ;)