Friday, April 11, 2008

Topp 5 Metallög - Davíð

Annar tveggja gestalistamanna vikunnar er Davíð Rósenkrans, málmplokkari mikill og rokkhundur. Hér er innleg hans í umræðuna.

5. Metallica – Blackened



Sennilega frægasta og áhrifamesta þungarokkssveit sögunnar. Lagið sem ég valdi er með því fyrsta sem ég heyrði með Metallica. Ég hef verið svona 12-13 ára gamall þegar systir mín keypti ...and Justice for All - diskinn. Þetta var það svaðalegasta sem maður hafði heyrt.

See our mother put to death
See our mother die


4. System of a Down – Know


Hef alltaf verið hrifinn af þessum armensku Könum. Kraftmiklir og óútreiknanlegir. Lagið er af fyrstu plötu þeirra en hún ber nafn sveitarinnar.

Cursed Earth, Cursed Earth, Cursed Earth, Cursed Earth.
I will never feed off the evergreen luster of your heart all because we all live in the valley of the walls when we speak we can peak from the windows of their mouths to see the land the women chant as they fly up to the sun.


3. Sepultura – Arise


Þungarokkararnir úr regnskógum Brasilíu eiga heiðurssess á þessum lista. Hef hlustað mikið á þá í gegnum árin.

Obliteration of mankind
Under a pale grey sky
We shall arise...


2. Tool – The Grudge


Ég ákvað að Tool ætti heima hérna. Ein af betri hljómsveitum samtímans.

Wear the grudge like a crown of negativity
Calculate what we will or will not tolerate
Desperate to control all and everything
Unable to forgive your scarlet lettermen


1.Meshuggah – Future Breed Machine



Sænsku ofurmennin standa fyrir sínu. Tónlistin er vélræn og minnir á verksmiðju. Þetta lag er alltaf hægt að hlusta á til að koma sér í gott skap.

See me be me same contents same machine
The currency of ours no more flesh and bone
We are to be unaware of what we have been before

No comments: