Friday, April 4, 2008

topp 5 dóplög - zvenni

Tóbaksvísur - Þursaflokkurinn


Taktu í nefið, tvinnahrund
til er baukur hlaðinn...


Sígarettur, áfengi, dóp og ýmis konar vímugjafar hafa fylgt mannverunni afar lengi. Þessa ásókn í flótta frá hversdagleikanum og í annarlegra ástand má finna í flestum samfélögum og tímabilum í sögu mannkynsins og hefur verið innblástur í ófá lög. Hér eru fimm.

I Did Acid With Caroline - Daniel Johnston


...and we were one, we were one


Með hjálp sýru á Daniel ánægjulega stund með Caroline. Hann sýnir henni teikningarnar sína og hún sýnir honum bækur um svartagaldur. Þau spila plötur og vaka til tvö.

Comfortably Numb - Pink Floyd


Ok.
Just a little pinprick. [ping]
Therell be no more --aaaaaahhhhh!
But you may feel a little sick.


Ef of mikið er á seyði í hausnum er hægt að fara til læknis, fá sprautu sem þaggar niður í öllu ruglinu og þjappar vandamálunum lengst niður í undirmeðvitundina. Þar sér enginn þau og allt verður þægilega dofið.

Buddy - Lemonheads


Dando syngur um vímuvin sinn og brosið sem færist yfir andlit hennar er hún kemst að því að það er til meira af því sem þau fengu í gær.

I love my drug buddy
My drug, my drug buddy
I love my drug buddy
My drug, my drug buddy

Rainy Day Woman #12 & 35 - Bob Dylan



Well, they'll stone ya when you're walkin' 'long the street.
They'll stone ya when you're tryin' to keep your seat.
They'll stone ya when you're walkin' on the floor.
They'll stone ya when you're walkin' to the door.
But I would not feel so all alone,
Everybody must get stoned.


Bob Dylan syngur um dóp, eða samfélagið eða stjórnvöldin eða allt þrennt eða bara eitthvað allt annað, alla veganna þá hljómar hann ansi hress.

No comments: