Wednesday, April 30, 2008

Sufjan Stevens og The White Stripes

Til að bæta upp fyrir sætu stelpurnar í gær ætla ég að taka svipað þema í dag, nefnilega ábreiður sungnar af sætum strákum. Mér finnst það nú bara sanngjarnt! Mér finnst líka við hæfi að þeir syngi Dylan lög því hann var nú ósköp sætur hér í eina tíð.


Fyrstur er indíkóngurinn Sufjan Stevens eða öðru nafni Mr. McDreamy. Hann syngur hérna lagið Ring Them Bells en þessa útgáfu er að finna á soundtracki myndarinnar I'm Not There. Mjög huggulegt cover.

Sufjan Stevens - Ring Them Bells af I'm Not There OST
Bob Dylan - Ring Them Bells af Oh Mercy


Næstur er svo sjálfur Jack White (ég er ekki með hann á heilanum eða neitt í alvöru sko...) að syngja One More Cup Of Coffee af mikilli innlifun. Þetta hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.

The White Stripes - One More Cup Of Coffe af The White Stripes
Bob Dylan - One More Cup Of Coffee af Desire

No comments: