Seinni gestalistamaðurinn er Siggi P, en meðal áhugamála hans má nefna rokk, þungarokk og metal allra tíma. Hér er listinn hans.
Ég fór þá leið að velja klassískar metal sveitar sem hafa haft gríðarleg áhrif á tónlistarsöguna.
Manowar – Warriors Of The World
Háværasta hljómsveit heims ákallar stríðsmenn heimsins. Hef alltaf jafn gaman af þessu lagi.
Judas Priest – A Touch Of Evil
Í tilefni þess að þessir kappar spila á Hróarskeldu í ár er tilvalið að benda á þetta frábæra lag.
Metallica – For Whom The Bell Tolls
Bassaleikur Cliff Burton er engu líkur og náði nýjum hæðum í þessum slagara. Margir eru hissa á að þetta sé bassi en ekki gítar en heyrn er sögu ríkari.
Black Sabbath – Heaven and Hell
Black Sabbath bjuggu til metalinn og væri hægt að fylla marga svona lista bara með lögum þeirra en þetta varð fyrir valinu því ásamt því að vera stórkostlegt lag þá skartar það einnig einum allra besta metal söngvara allra tíma Ronnie James Dio, sem sjálfur á gríðarmagn af slögurum.
Iron Maiden – Fear Of The Dark
Varð bara að hafa Iron Maiden á listanum en var í mestu vandræðum með að velja eitt lag umfram annað. Á endanum varð Fear of the dark fyrir valinu enda lengi í uppáhaldi og valdi ég það umfram Aces High, The Trooper og Hallowed Be Thy Name.
Friday, April 11, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment