Tuesday, April 22, 2008

The Ruby Suns


Jæja þessum færslum sem eru innblásnar af nýlegum diskakaupum fer nú bráðum að ljúka. Núna ætla ég aðeins að tala um nýsjálensku hljómsveitina The Ruby Suns en ég fjárfesti einmitt í þeirra nýjustu afurð, Sea Lion, á dögunum. Þetta er ekki dæmigerð indírokkplata því það liggur frekar við að hægt sé að kalla þetta (Krissa lokaðu augunum núna) world music! Gahh! Ekki hlaupa öskrandi í burtu samt því þessi plata er uppfull af gleði og ljúfum tónum, sumari og yndislegum glundroða. Hvernig hægt er að láta plötu hljóma nýsjálenska, afríska, spænska og kaliforníska (o.fl. o.fl) á sama tíma án þess að úr verði stefnulaus vitleysa er eitthvað sem ég kann ekki skýringu á en einhvernveginn virkar það samt. Ég mæli eindregið með þessari, hún er alveg svakalega skemmtileg.

The Ruby Suns - Oh, Mojave
The Ruby Suns - Tane Mahuta

1 comment:

Krissa said...

Nauhh! Kannski er ég bara með sólsting en mér líkar þetta - 'tis all summery and happy! Tékka klárlega betur á þessu eftir prófin ;)