Í New York þemanu okkar ætla ég að einblína á starfandi hljómsveitir frá Brooklyn því þar er allt að gerast þessa dagana.
5. Battles - Ddiamondd af Mirrored
Battles hafa fengið alveg þokkalega mikla athygli hérna á topp fimm síðan þeir gáfu út hina stórgóðu Mirrored í fyrra en það er bara verðskuldað svo hér koma þeir enn einu sinni.
4. Yeasayer - Sunrise af All Hour Symbals
Ég skal alveg viðurkenna að Yeasayer fóru algjörlega framhjá mér þangað til ég las síðasta árslista Pitchfork en eftir það fannst mér þeir vera allstaðar. Ég keypti plötuna All Hour Symbals loksins um daginn og hún er alveg jafn góð og af er látið.
3. Vampire Weekend - M79 af Vampire Weekend
Við á topp fimm höfum varla minnst á þessa mest hæpuðu sveit ársins (fljót leit sýnir að Vignir setti reyndar lagið Walcott á karlmannsnafnalistann) enda er það nú eiginlega að bera í bakkafullan lækinn að bæta við enn einni lofræðunni um þá. Það breytir því ekki að platan þeirra er ofboðslega skemmtileg og fær mig til að brosa út að eyrum.
2. MGMT - Kids af Oracular Spectacular
Vampire Weekend eru kannski hæpaðastir þessa stundina en MGMT fylgja fast á hæla þeirra. Lagið Time To Pretend hefur farið sem eldur í sinu um indíheiminn en þar sem ég er búin að misþyrma því og Electric Feel þá er ég búin að færa mig yfir Kids sem er uppáhaldslagið mitt þessa dagana.
1. TV On The Radio - Wolf Like Me af Return To Cookie Mountain
Ég er búin að komast að því að ég get bara ekki fengið leið á þessu lagi. Ég fæ enn kipp í magann þegar það byrjar þó ég sé búin að hlusta á það svona sjöþúsund sinnum. Mjög verðskuldað toppsæti.
Friday, April 18, 2008
Topp 5 New York lög - Kristín Gróa
Labels:
Battles,
MGMT,
New York lög,
TV On The Radio,
Vampire Weekend,
Yeasayer
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Geeeðveikur listi!
Mér finnst sorglegt að af fimm hljómsveitum á honum er ég nýbúin að missa af tveimur live! Búhúhú þetta gengur ekki ;/
Post a Comment