Tuesday, April 15, 2008

Muscles og nýtt frá Wolf Parade


First thing's first. Hin frábæra sveit Wolf Parade er að fara að gefa út nýja breiðskífu 17. júní (hæ hó jibbí jei indeed). Þetta er auðvitað svo mikið tilhlökkunarefni að ég ræð mér vart af spenningi en það sem er enn sniðugra er að fyrsta lagið er komið á stjá svo við getum öll farið að hlusta á það núna strax og yljað okkur við tilhugsunina um meira góðgæti. Þetta er flott.

Wolf Parade - Call It A Ritual


Í öðru lagi langar mig aðeins að minna á ástralskan tónlistarmann sem kallar sig Muscles. Hann gaf út plötuna Guns Babes Lemonade í fyrra og þar sem hún fór algjörlega framhjá mér á sínum tíma gæti alveg verið að hún hafi farið framhjá fleirum og það viljum ekki! Ég leitaði með logandi ljósi að þessari plötu úti í NY en fann hana hvergi en það er hægt að panta hana bæði á Insound og Amazon svo við skulum bara öll gera það... allir saman nú! Þetta er hressandi.

Muscles - Hey Muscles I Love You
Muscles - Ice Cream

3 comments:

Krissa said...

Gaah spennandi! Svo er bara vonandi að þeir splæsi í eins og eina útgáfutónleika á sjálfan þjóðhátíðardaginn hérna í Montréal ;)

Erla Þóra said...

úúúúú þá verð ég einmitt stödd í heimsborginni Montréal :)

Og Kristín, þetta er afar hressandi færsla í alla stað. It's positively oozing af hressleika :)

Kristín Gróa said...

Já það er af því ég er alltaf svo hressssss sjáðu til! Sjáðu bara, ég skrifa allt með upphrópunarmerkjum! Þá hlýt ég að vera hress! Er það ekki?! Júbb!

Nei seriously ég svaf yfir mig í morgun og er ekkert svona hress... en fake it 'til you make it er víst málið hehe.