Friday, February 29, 2008
Topp 5 Graham Coxon lög - Krissa
Ég var ekki alveg viss hvern ég ætti að velja. Ég á engan svona einn uppáhalds tónlistarmann, hvað þá eina uppáhalds hljómsveit. En ég endaði á að velja Graham Coxon. Já, sama Graham og var gítarleikari í Blur. Sólóplöturnar hans eru orðnar sex og sú sjöunda er í vinnslu. Fyrstu þrjár komu út meðan hann var ennþá í Blur. Þær hefðu kannski alveg haft gott af svolítið meiri vinnu en mér líkar vel við þær eins og þær eru. Svo finnst mér líka bara nokk impressive að ná að koma út þremur side-projects plötum á 4 árum. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að maðurinn vill helst gera allt sjálfur, spila á öll hljóðfærin, hanna plötuumslögin og what have you.
Textarnir eru einfaldir og stundum nánast barnalegir, röddin brestur inn á milli og stundum hittir hann ekki á alveg rétta tóninn en gítarleikurinn er óaðfinnanlegur. Allavega vel þess virði að tékka á ;)
5. You&I af Love Travels at Illegal Speeds
Þetta er af síðustu plötunni, frá árinu 2006, og er fáranlega catchy. Það er klárlega vonlaust að hlusta á þetta án þess að vera sönglandi 'la la la la la laaa' næstu klukkutímana.
4. People of the Earth af Happiness in Magazines
"People of the earth, you have failed
You still worship The Sun and The Daily Mail"
Hresst lag með fyndnum texta af vinsælustu plötu Graham hingað til.
3. Leave Me Alone af The Golden D
Pirringslag par excellence af Golden D, annari plötunni. Ekki vegna þess að það er föstudagur heldur afþví að það er föstudagur og ég er í prófalestri ;)
2. I Wish af The Sky Is Too High
"I wish I could bring Nick Drake back to life
He'd understand - hold my hand"
Eitt besta lagið af fyrstu sólóplötunni sem kom út 1998.
1. Locked Doors af The Kiss of Morning
Flott pínu jazzað lag af uppáhalds Coxon plötunni minni, þeirri fyrstu eftir að hann hætti í Blur. Platan er ótrúlega góð heild, lagstemmd með blús- og kántrítöktum. Mér líkar!
Svo verður eiginlega að fljóta með eitt honourable mention. Hérna flytur Coxoninn You're So Great á tribute-i fyrir John Peel. Lagið er tæknilega séð Blur lag en mér finnst það samt vera lagið hans.
Topp 5 Neil Young lög - Kristín Gróa
Það kemur kannski ekki mikið á óvart að ég vel Neil Young, ekki bara af því hann er uppáhalds tónlistarmaðurinn minn heldur er ég þar að auki að fara á tónleika með honum (verð reyndar væntanlega búin að því þegar þetta birtist) í fyrsta skipti á fimmtudaginn (uhh... í gær)! Ég get auðvitað ekkert valið fimm bestu Neil Young lögin en ég ætla að gera tilraun til að velja góð lög sem sýna ólíkar hliðar á kallinum.
5. Dirty Old Man af Chrome Dreams II (2007)
Byrjum á lagi af nýjustu plötu Young sem kom út í lok síðasta árs. Mér finnst alveg ótrúlegt að einhver geti gefið út plötu af þessum kalíber eftir fjörutíu ár í bransanum en svona er Neil Young bara. Það er líka eitthvað við að heyra rúmlega sextugan kallinn syngja "I'm a dirty old man".
4. After The Goldrush af After The Goldrush (1970)
Hér kemur rólegi Neil. Mér hefur alltaf þótt vænt um þessa plötu því hún er sú fyrsta sem ég hlustaði á með honum og varð alveg heilluð við fyrstu hlustun.
3. Cinnamon Girl af Everybody Knows This Is Nowhere (1969)
Lag af annari plötu Young og þeirri fyrstu sem hann tók upp með Crazy Horse. Þó það sé fullmikil einföldun er nánast hægt að skipta plötunum hans í tvennt, með Crazy Horse og án Crazy Horse. Rokkað eða rólegt. Það er ekki hægt að segja að annað sé betra en hitt... það er bara öðruvísi.
2. Borrowed Tuna af Tonight's The Night (1975)
Þetta lag er af uppáhalds Neil Young plötunni minni. Hún er ekki tæknilega fullkomin og röddin hans hefur virkilega verið í betra formi en hún er svo viðkvæm og það er svo mikil tilfinning í henni. Platan kom út skömmu eftir lát Crazy Horse gítarleikarans Danny Whitten og rótarans Bruce Berry sem útskýrir auðvitað hvað er í gangi á þessari plötu. Alveg hreint ótrúlegt meistaraverk.
1. Cortez The Killer af Zuma (1975)
Eitt af alltime uppáhalds lögunum mínum. Ég reifst einu sinni mikið við vin minn um þetta lag. Hann sagði að Dave Matthews Band útgáfan væri miklu betri en orginallinn og ég varð svo hneyksluð og móðguð fyrir hönd Neil Young að ég þvertók fyrir það. Vini mínum fannst svo fáránlegt að ég skyldi afneita hans skoðun algjörlega án þess að hafa heyrt lagið og við rifumst um þetta í margar vikur þangað til ég gerði mér sérferð heim til hans til að horfa á vídjó af þessum ósköpum. Þegar það var búið sagði ég "sko ég vissi það, orginallinn er betri" og fór. Dave Matthews Band? Please...
William Shatner - Meistari hins mælta orðs
William Shatner hefur lifað tímana tvenna og fólk tengir hann við ýmsar persónur, James T. Kirk, T.J. Hooker, Denny Crane og jafnvel fleiri en oft gleymist að nefna tónlistarmanninn William Shatner. Hér verður bætt úr því.
Lucy In The Sky With Diamonds
Tónlistarferill Shatners hófst fyrir alvöru með "spoken word" plötunni The Transformed Man sem kom út 1968. Með sinfóníu á bak við sig rabbaði hann yfir sixties sækadelik tóna og skapaði sinn sérstaka tal/söngstíl sem hefur verið einkennismerki hans alveg síðan.
Mr. Tambourine Man
Af fyrrnefndum frumburði kappans og óneitanlega með frumlegri útgáfum af laginu. Shatner blaðrar og gaular á móti bakraddasöngkonum og lúðrum. Nær að ljá laginu ringulreið sem var ekki til staðar fyrir á ótrúlegan hátt. Nær hámarki á síðustu sekúndunum í því sem virðist örvæntingarfullt ákall til Tambúrínumannsins.... magnað.
Rocketman
Einn af hátindum tónlistarferils kappans er sjónvarpsupptaka af honum að flytja lag Bernie Taupins og Elton Johns á Science Fiction Film Awards 1978. Með hjálp klippitækni síns tíma tjáir hann mismunandi karaktera sögumannsins á eftirminnilegan hátt. Hljóð og myndir segja meira en orð og því mæli ég með myndklippunni í tenglinum.
I Am Canadian
Í I am Canadian má greina ákveðið uppgjör við fortíðina, ferilinn og ímyndina sem hefur skapast í kring um persónuna William Shatner. Þó húmorinn hafi alltaf verið hans helsta vopn og mörgum virst hann aðeins svamla í grunnu lauginni er ákveðinn drungi og alvara sem leynist í skugganum.
Common People
Öflug afturkoma Shatners með plötunni Has Been frá áriu 2004 kom honum aftur á tónlistarkortið eftir ágætis pásu. Á 73 ári sínu gerði hann plötu í teymi við Ben Folds og gestalistamenn á borð við Henry Rollins, Aimee Mann, Nick Hornby og fleiri. Þó mest beri á útgáfu hans á Common People var restin af lögunum samin sérstaklega fyrir plötuna og flestir textarnir eftir Shatner sjálfann.
Það má eflaust segja margt um William Shatner en ef það er eitthvað sem hann hefur þá er það stíll. Maðurinn er einlægur, sjálfum sér samkvæmur og óhræddur við að hlæja að sjálfum sér á kaldhæðin hátt. En það er einmitt snilldin á bak við hann, það er ekki það hann segir sem er svo merkilegt heldur hvernig hann segir það.
Lucy In The Sky With Diamonds
Tónlistarferill Shatners hófst fyrir alvöru með "spoken word" plötunni The Transformed Man sem kom út 1968. Með sinfóníu á bak við sig rabbaði hann yfir sixties sækadelik tóna og skapaði sinn sérstaka tal/söngstíl sem hefur verið einkennismerki hans alveg síðan.
Mr. Tambourine Man
Af fyrrnefndum frumburði kappans og óneitanlega með frumlegri útgáfum af laginu. Shatner blaðrar og gaular á móti bakraddasöngkonum og lúðrum. Nær að ljá laginu ringulreið sem var ekki til staðar fyrir á ótrúlegan hátt. Nær hámarki á síðustu sekúndunum í því sem virðist örvæntingarfullt ákall til Tambúrínumannsins.... magnað.
Rocketman
Einn af hátindum tónlistarferils kappans er sjónvarpsupptaka af honum að flytja lag Bernie Taupins og Elton Johns á Science Fiction Film Awards 1978. Með hjálp klippitækni síns tíma tjáir hann mismunandi karaktera sögumannsins á eftirminnilegan hátt. Hljóð og myndir segja meira en orð og því mæli ég með myndklippunni í tenglinum.
I Am Canadian
Í I am Canadian má greina ákveðið uppgjör við fortíðina, ferilinn og ímyndina sem hefur skapast í kring um persónuna William Shatner. Þó húmorinn hafi alltaf verið hans helsta vopn og mörgum virst hann aðeins svamla í grunnu lauginni er ákveðinn drungi og alvara sem leynist í skugganum.
Common People
Öflug afturkoma Shatners með plötunni Has Been frá áriu 2004 kom honum aftur á tónlistarkortið eftir ágætis pásu. Á 73 ári sínu gerði hann plötu í teymi við Ben Folds og gestalistamenn á borð við Henry Rollins, Aimee Mann, Nick Hornby og fleiri. Þó mest beri á útgáfu hans á Common People var restin af lögunum samin sérstaklega fyrir plötuna og flestir textarnir eftir Shatner sjálfann.
Það má eflaust segja margt um William Shatner en ef það er eitthvað sem hann hefur þá er það stíll. Maðurinn er einlægur, sjálfum sér samkvæmur og óhræddur við að hlæja að sjálfum sér á kaldhæðin hátt. En það er einmitt snilldin á bak við hann, það er ekki það hann segir sem er svo merkilegt heldur hvernig hann segir það.
Yellow Bird Project
Var að rekast á Yellow Bird Project og finnst það nokk sniðugt. Þetta er non-profit verkefni hérna í Montréal sem virkar þannig að þau hafa samband við hljómsveitir sem þeim finnst góðar og biðja þær að hanna bol og velja góðgerðasamtök. Síðan prenta þau bolina og selja og allur ágóði rennur til þeirra samtaka sem hljómsveitin valdi. Aftan á bolnum er svo tekið fram hvaða hljómsveit hannaði bolinn og til styrktar hvaða samtökum. Þannig ná þau að styrkja gott málefni og vekja athygli á málefninu og hljómsveitinni.
Ekki skemmir svo fyrir að bolirnir eru hrikalega flottir og hljómsveitavalið er gott! Semsagt fullkomið fyrir lítil tónlistarnörd sem vilja styrkja gott málefni. Eina vandamálið er að velja!
Fyrst við erum farin að tala um boli-til-styrktar-góðum-málefnum þá eru þessir náttúrulega alltaf flottastir. Go Unicef og go KronKron ;)
Wednesday, February 27, 2008
Beach House
Dúettinn Beach House var að gefa út skífuna Devotion í gær og ég er alveg rosalega spennt fyrir henni. Miðað við þau lög sem ég hef heyrt þá hafa þau ekki gert neinar róttækingar breytingar síðan á síðustu plötu en það er bara hið besta mál. Það er bara búið að taka allt það góða og útfæra það enn betur með aðeins öðrum áherslum. Er það ekki einmitt það sem á að gera á góðri plötu númer tvö? Án þess að vera of dramatísk þá gæti ég trúað því að þessi plata ætti eftir að fanga mig algjörlega við ítrekaðar hlustanir... held að hún sé týpískur "grower". Það kemur betur í ljós seinna en til að byrja með grípa þessi lög mig mest.
Beach House - Gila
Beach House - Holy Dances
Beach House á MySpace
Tuesday, February 26, 2008
Næsti listi...
Á föstudaginn ætlum við að telja upp topp 5 lög með artista/hljómsveit að eigin vali. Það virkar einfaldlega þannig að hvert okkar velur einhvern sem við höfum miklar mætur á og gerum topp 5 lista af hans/hennar/þeirra lögum. Við ættum því að fá nokkuð ólíka en um leið heilsteypta lista í þetta sinn.
Þangað til skuluð þið hlusta á þetta lag því það er svo geðveikt hressandi og skemmtilegt! Já!
The Tough Alliance - Silly Crimes
Monday, February 25, 2008
Home sweet home
Þá er ég komin heim frá fyrirheitna landinu en eftir tæpar þrjár vikur í Kína þar sem er bannað að lesa blogg og internetið virkar hvort sem er bara stundum þá er ég ekki alveg með það á hreinu hvað hefur verið að gerast í músíkinni. Ég er hins vegar með það alveg á hreinu hvaða lög ég ofspilaði úti og eiga því örugglega alltaf eftir að minna mig á Quingdao.
Fyrstur er hinn ungi John McCauley sem kallar sig Deer Tick og gaf út sína fyrstu plötu, War Elephant, í fyrra. Þetta er svona fólk/alt-kántrí sem hefur smá sérstöðu vegna þess að hann er með svo óvenjulega rödd, dálítið grófa og geltandi.
Deer Tick - Art Isn't Real (City Of Sin)
Önnur sveit sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra er skoska hljómsveitin The Twilight Sad. Platan nefnist Fourteen Autumns & Fifteen Winters og það sem einkennir hana við fyrstu hlustun er hnausþykki skoski hreimur söngvarans sem slær nánast út gaurinn í Arab Strap. Ég kvarta ekki því ég fæ alveg hroll þegar ég hlusta á hann syngja hörðu errin og bjöguðu sérhljóðana.
The Twilight Sad - Cold Days From The Birdhouse
Black Lips gáfu út plötuna Good Bad Not Evil í fyrra og fengu mjög góða dóma fyrir hana en ég var aldrei heilluð. Þetta er alveg ekta sixtís garage rokk en mér fannst ekki vera neitt nýtt í þessu og var þess vegna lítið spennt. Við nánari hlustun kemur auðvitað í ljós að ég hafði rangt fyrir mér og þetta lag hérna er t.d. svo svalt að ég fæ hroll.
Black Lips - Veni Vidi Vici
Deer Tick á MySpace
The Twilight Sad á MySpace
Black Lips á MySpace
Fyrstur er hinn ungi John McCauley sem kallar sig Deer Tick og gaf út sína fyrstu plötu, War Elephant, í fyrra. Þetta er svona fólk/alt-kántrí sem hefur smá sérstöðu vegna þess að hann er með svo óvenjulega rödd, dálítið grófa og geltandi.
Deer Tick - Art Isn't Real (City Of Sin)
Önnur sveit sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra er skoska hljómsveitin The Twilight Sad. Platan nefnist Fourteen Autumns & Fifteen Winters og það sem einkennir hana við fyrstu hlustun er hnausþykki skoski hreimur söngvarans sem slær nánast út gaurinn í Arab Strap. Ég kvarta ekki því ég fæ alveg hroll þegar ég hlusta á hann syngja hörðu errin og bjöguðu sérhljóðana.
The Twilight Sad - Cold Days From The Birdhouse
Black Lips gáfu út plötuna Good Bad Not Evil í fyrra og fengu mjög góða dóma fyrir hana en ég var aldrei heilluð. Þetta er alveg ekta sixtís garage rokk en mér fannst ekki vera neitt nýtt í þessu og var þess vegna lítið spennt. Við nánari hlustun kemur auðvitað í ljós að ég hafði rangt fyrir mér og þetta lag hérna er t.d. svo svalt að ég fæ hroll.
Black Lips - Veni Vidi Vici
Deer Tick á MySpace
The Twilight Sad á MySpace
Black Lips á MySpace
Labels:
Black Lips,
Deer Tick,
músíkblogg,
The Twilight Sad
Friday, February 22, 2008
Topp 5 litalög - Kristín Gróa
Ég varð svo ringluð á öllum þessum litum að ég ákvað bara að velja mér einn lit og halda mig við hann. Það kemur auðvitað bara einn litur til greina þegar ég á í hlut...
5. Psychedelic Furs - Pretty In Pink af Talk Talk Talk (1981)
Þetta lag minnir óneitanlega á ódauðlegu unglingamyndina Pretty In Pink enda var lagið endurupptekið fyrir hana. Það er fyrir vikið smá hallæris 80's keimur af þessu og það er bara fínt.
4. Califone - Pink & Sour af Roots & Crowns (2006)
Eitt besta lagið á hinni frábæru Roots & Crowns sem ég asnaðist ekki til að kaupa fyrr en ári eftir að hún kom út. Ég mæli alveg eindregið með því að þið tékkið á þessari plötu ef þið hafið ekki gert það nú þegar.
3. The Shins - Pink Bullets af Chutes Too Narrow (2003)
Ég var búin að steingleyma þessu lagi þó ég hafi hlustað óheyrilega mikið á það á sínum tíma en ég er glöð að ég rifjaði það upp því það er ósköp fallegt.
2. The Flaming Lips - Yoshimi Battles The Pink Robots pt. 1 af Yoshimi Battles The Pink Robots (2002)
Þetta lag minnir mig alltaf á síðasta árið mitt í háskólanum þegar ég bjó skítblönk heima hjá bróður mínum og gerði ekkert nema læra og fara yfir heimadæmi. Ég veit ekki hvernig mér datt í hug að taka 21 einingu og sjá um dæmatímakennslu í fimmtíu manna kúrsi á útskriftarönn en ég hef alveg fengið betri hugmyndir. Það eina góða við þessa fjóra mánuði sem ég eyddi innilokuð með tölvunni er að ég hlustaði á alveg rosalega mikið af góðri tónlist og þar á meðal Flaming Lips.
1. Nick Drake - Pink Moon af Pink Moon (1972)
Ekki veit ég hvað maðurinn var að meina með þessu lagi eða ég er allavega ekki nógu djúp til að ná textanum. Lagið er samt gott, svo gott að það nær toppsætinu.
5. Psychedelic Furs - Pretty In Pink af Talk Talk Talk (1981)
Þetta lag minnir óneitanlega á ódauðlegu unglingamyndina Pretty In Pink enda var lagið endurupptekið fyrir hana. Það er fyrir vikið smá hallæris 80's keimur af þessu og það er bara fínt.
4. Califone - Pink & Sour af Roots & Crowns (2006)
Eitt besta lagið á hinni frábæru Roots & Crowns sem ég asnaðist ekki til að kaupa fyrr en ári eftir að hún kom út. Ég mæli alveg eindregið með því að þið tékkið á þessari plötu ef þið hafið ekki gert það nú þegar.
3. The Shins - Pink Bullets af Chutes Too Narrow (2003)
Ég var búin að steingleyma þessu lagi þó ég hafi hlustað óheyrilega mikið á það á sínum tíma en ég er glöð að ég rifjaði það upp því það er ósköp fallegt.
2. The Flaming Lips - Yoshimi Battles The Pink Robots pt. 1 af Yoshimi Battles The Pink Robots (2002)
Þetta lag minnir mig alltaf á síðasta árið mitt í háskólanum þegar ég bjó skítblönk heima hjá bróður mínum og gerði ekkert nema læra og fara yfir heimadæmi. Ég veit ekki hvernig mér datt í hug að taka 21 einingu og sjá um dæmatímakennslu í fimmtíu manna kúrsi á útskriftarönn en ég hef alveg fengið betri hugmyndir. Það eina góða við þessa fjóra mánuði sem ég eyddi innilokuð með tölvunni er að ég hlustaði á alveg rosalega mikið af góðri tónlist og þar á meðal Flaming Lips.
1. Nick Drake - Pink Moon af Pink Moon (1972)
Ekki veit ég hvað maðurinn var að meina með þessu lagi eða ég er allavega ekki nógu djúp til að ná textanum. Lagið er samt gott, svo gott að það nær toppsætinu.
Labels:
Califone,
Flaming Lips,
litalög,
Nick Drake,
Psychedelic Furs,
The Shins
litalög... zvenni
Pink Moon - Beck
Beck nær að gefa laginu sinn persónulega blæ. Með einföldum og innilegum áherslubreytingum umbreytist það en er á sama tíma trútt upprunanum. Vandmeðfarið.
Long Black Veil - Johnny Cash
Eftirsjá, vinátta, heiður, dauðadómur, svik, sakleysi og ást sem ekki fær að verða, lagið hefur þetta allt. Sögumaðurinn segir söguna handan móðunnar miklu á meðan ástkona hans með löngu svörtu slæðuna grætur yfir gröf hans. Mjög Cash-legt Cash-lag.
Chinese White - The Incredible String band
Þetta furðulega hippaband heldur áfram að heilla mig. Skrítin og falleg lög með enn skrítnari textum sem samt einhvern veginn virðast meika sens, ef til vill á undirmeðvitaðann hátt.
But I will lay me down with my arms
round a rainbow,
And I will lay me down to dream.
Oh, will your magic Christmas tree be shining
Gently all around?
Black Cab - Jens Lekman
they might be psycho killers
but tonight I really don't care
so I say turn up the music
take me home or take me anywhere...
black cab, black cab
black cab, black cab
Þungir þankar í svörtum bíl. Jens er í fýlu og vinir hans með stæla. Skítt með afleiðingar, tek svartan taxa.
Tangled up in Blue - Bob Dylan
She turned around to look at me
As I was walkin' away
I heard her say over my shoulder,
"We'll meet again someday on the avenue,"
Tangled up in blue.
Flæktur í bláma, segir allt sem segja þarf.
Beck nær að gefa laginu sinn persónulega blæ. Með einföldum og innilegum áherslubreytingum umbreytist það en er á sama tíma trútt upprunanum. Vandmeðfarið.
Long Black Veil - Johnny Cash
Eftirsjá, vinátta, heiður, dauðadómur, svik, sakleysi og ást sem ekki fær að verða, lagið hefur þetta allt. Sögumaðurinn segir söguna handan móðunnar miklu á meðan ástkona hans með löngu svörtu slæðuna grætur yfir gröf hans. Mjög Cash-legt Cash-lag.
Chinese White - The Incredible String band
Þetta furðulega hippaband heldur áfram að heilla mig. Skrítin og falleg lög með enn skrítnari textum sem samt einhvern veginn virðast meika sens, ef til vill á undirmeðvitaðann hátt.
But I will lay me down with my arms
round a rainbow,
And I will lay me down to dream.
Oh, will your magic Christmas tree be shining
Gently all around?
Black Cab - Jens Lekman
they might be psycho killers
but tonight I really don't care
so I say turn up the music
take me home or take me anywhere...
black cab, black cab
black cab, black cab
Þungir þankar í svörtum bíl. Jens er í fýlu og vinir hans með stæla. Skítt með afleiðingar, tek svartan taxa.
Tangled up in Blue - Bob Dylan
She turned around to look at me
As I was walkin' away
I heard her say over my shoulder,
"We'll meet again someday on the avenue,"
Tangled up in blue.
Flæktur í bláma, segir allt sem segja þarf.
Litalög - Hjálmar
Gestalistamaður vikunnar heitir Hjálmar en hann er mannfræðingur mikill og sem slíkur duglegur að koma auga á og vinna á ýmsum fordómum sem samfélagið hefur innrætt okkur. Gaman er að segja frá því að Hjálmar er að öllu leyti laus við þá litahræðslu sem hrjáir ófáann karlmannin. Sem dæmi um það hefur hann átt bleikan hello kitty síma í fjölda ára sem hefur orðið upphaf að mörgum áhugaverðum uppákomum, en það er saga fyrir annan dag.
Hér er litalisti Hjálmars.
Bonnie ´Prince´ Billy – Black
Ef einhver litur lýsir I See a Darkness plötu Will Oldham vel, þá er það hin svarti. Mig langar alltaf að slökkva á ljósunum, kveikja á kerti og fara undir feld þegar ég hlusta á þessa plötu. Það eru fáir textasmiðir sem draga mann eins vel inní hans kynjaheim og þessi rödd, full af trega. Svo fær Bonnie líka alltaf aukastig fyrir að leyfa hinum svartklædda Johnny Cash að syngja lag eftir hann.
Cocteau Twins – Cherry Coloured Funk
Ég elska Liz Fraser, það er bara engin eins og hún. Henni tókst ásamt sveinum sínum í Cocteau Twins að búa til nýjan heim. Það veit engin hvað hún var að syngja um og ekki var hún að reyna að skapa einhverja vonlensku, hún vildi bara ekkert að fólk skildi texta hennar og faldi þá með því að gera þá óskiljanlega. En það breytir engu, maður veit ekkert hvað hún er að syngja, en maður skilur hana alveg fullkomlega.
Depeche Mode - Black Celebration
Það verður að vera eitthvað 80´s lag og Depeche Mode voru þeir sem áttu heiðurinn af því að fylgja mér frá því að vera popp-nörd í það að vera indí-nörd. Og þessi plata sá um það. Þessi plata og þetta lag voru sándtrakkið við mín myrku unglingsár í Garðabænum. Ég mann en skýrt eftir því að syngja með þessu lagi í glampandi sól á óvenju heiðskýru vori. Úff ... ég var meiri segja með hárið í sama stíl og þeir. Þykir leitt hvað þetta fór illa með ósonlagið.
Lucinda Williams – Blue
Lucinda Williams er svo svöl. Ég verð alltaf meira og meira skotinn í henni. Undurfögur og hrá rödd sem faðmar og dregur mann inní þann trega sem hún er að rifja upp. Það tekur mann nokkra daga og marga kaffibolla að átta sig á hvað kom fyrir ... ,,Af hverju er ég svona mæddur.” Og þegar maður er búinn að fatta hvað það var, þá er tilvalið að hlusta bara aftur á hana.
Mark Eitzel – Blue and Grey Shirt
Ef einhver maður er blár af trega, þá er það hann Mark Eitzel. Hann er jafnlítið þekktur sem söngvari mega-trega bandsins American Music Club og hefur verið að semja lög um ástarsorg, sjálfsvorkunn, missir, dauða, gremju og allt hið skemmtilega í lífinu í tæpa þrjá áratugi. Hann er yfirleitt að syngja um líf sitt í hinu undirfögru borg San Francisco, borg sem er hvað þekktust fyrir sína litskrúðugu fortíð. Og öllum regnbogum verður að auðvitað að fylgja einhver grámygla, Mark hefur nóg af henni.
Hér er litalisti Hjálmars.
Bonnie ´Prince´ Billy – Black
Ef einhver litur lýsir I See a Darkness plötu Will Oldham vel, þá er það hin svarti. Mig langar alltaf að slökkva á ljósunum, kveikja á kerti og fara undir feld þegar ég hlusta á þessa plötu. Það eru fáir textasmiðir sem draga mann eins vel inní hans kynjaheim og þessi rödd, full af trega. Svo fær Bonnie líka alltaf aukastig fyrir að leyfa hinum svartklædda Johnny Cash að syngja lag eftir hann.
Cocteau Twins – Cherry Coloured Funk
Ég elska Liz Fraser, það er bara engin eins og hún. Henni tókst ásamt sveinum sínum í Cocteau Twins að búa til nýjan heim. Það veit engin hvað hún var að syngja um og ekki var hún að reyna að skapa einhverja vonlensku, hún vildi bara ekkert að fólk skildi texta hennar og faldi þá með því að gera þá óskiljanlega. En það breytir engu, maður veit ekkert hvað hún er að syngja, en maður skilur hana alveg fullkomlega.
Depeche Mode - Black Celebration
Það verður að vera eitthvað 80´s lag og Depeche Mode voru þeir sem áttu heiðurinn af því að fylgja mér frá því að vera popp-nörd í það að vera indí-nörd. Og þessi plata sá um það. Þessi plata og þetta lag voru sándtrakkið við mín myrku unglingsár í Garðabænum. Ég mann en skýrt eftir því að syngja með þessu lagi í glampandi sól á óvenju heiðskýru vori. Úff ... ég var meiri segja með hárið í sama stíl og þeir. Þykir leitt hvað þetta fór illa með ósonlagið.
Lucinda Williams – Blue
Lucinda Williams er svo svöl. Ég verð alltaf meira og meira skotinn í henni. Undurfögur og hrá rödd sem faðmar og dregur mann inní þann trega sem hún er að rifja upp. Það tekur mann nokkra daga og marga kaffibolla að átta sig á hvað kom fyrir ... ,,Af hverju er ég svona mæddur.” Og þegar maður er búinn að fatta hvað það var, þá er tilvalið að hlusta bara aftur á hana.
Mark Eitzel – Blue and Grey Shirt
Ef einhver maður er blár af trega, þá er það hann Mark Eitzel. Hann er jafnlítið þekktur sem söngvari mega-trega bandsins American Music Club og hefur verið að semja lög um ástarsorg, sjálfsvorkunn, missir, dauða, gremju og allt hið skemmtilega í lífinu í tæpa þrjá áratugi. Hann er yfirleitt að syngja um líf sitt í hinu undirfögru borg San Francisco, borg sem er hvað þekktust fyrir sína litskrúðugu fortíð. Og öllum regnbogum verður að auðvitað að fylgja einhver grámygla, Mark hefur nóg af henni.
Tuesday, February 19, 2008
Litalög...
Án lita væri lífið ja... litlaust. Af því tilefni verður þema næsta lista Litalög.
Svo komið ykkur þægilega fyrir og hlýðið á gleðigjafann Donovan syngja um litina með aðstoð frá Pete Seger og banjóinu hans.
Colours - Donovan (með Pete Seger)
(you tube hlekkur)
Svo komið ykkur þægilega fyrir og hlýðið á gleðigjafann Donovan syngja um litina með aðstoð frá Pete Seger og banjóinu hans.
Colours - Donovan (með Pete Seger)
(you tube hlekkur)
Saturday, February 16, 2008
Waits vs. Ramones
Skemmtilegt skiptiprógramm hjá Tom Waits og Ramones en báðir aðilar hafa tekið lag hins upp á sína arma. Waits með Return of Jackie & Judy á We're a Happy Family - A Tribute To Ramones og Ramones með I´dont wanna grow up á Adios Amigos!.
Einhver veginn ólíkir en samt soldið líkir listamenn á ferð. Waits ekki beint pönkari en óhefðbundinn og á köflum óheflaður og Ramones ekki beint að fara ótroðnar slóðir og prufa nýja hluti en samt sem áður beittir.
I´dont wanna grow up - Tom Waits
I´dont wanna grow up - Ramones
Return of Jackie & Judy - Ramones
Return of Jackie & Judy - Tom Waits
Einhver veginn ólíkir en samt soldið líkir listamenn á ferð. Waits ekki beint pönkari en óhefðbundinn og á köflum óheflaður og Ramones ekki beint að fara ótroðnar slóðir og prufa nýja hluti en samt sem áður beittir.
I´dont wanna grow up - Tom Waits
I´dont wanna grow up - Ramones
Return of Jackie & Judy - Ramones
Return of Jackie & Judy - Tom Waits
Friday, February 15, 2008
Góð lög með listamönnum sem ég fíla ekki - Zvenni
Stay (far away, so close) - U2
Á afar erfitt með Bono og U2 en þetta lag finnst mér í alvörunni gott og afar feginn að hafa uppgötvað það. Það er bara svo rosalega mikið af fólki sem dýrkar þetta band og í stað þess að lýsa yfir fyrirlitningu minni er U2 ber upp á góma get ég samviskusamlega haldið því fram að umrætt lag sé uppáhaldslagið mitt með þeim. Allir eru sáttir og ég skipti um umræðuefni.
I´m on fire - Bruce Springsteen.
Er í raun ekkert svakalega á móti Bruce Springsteen en hann hefur oft náð að fara í taugarnar á mér. Springsteen er hvíta karlmannlega verkalýðshetja Bandaríkjanna, soldill Rocky karakter, einfaldur og einlægur... svona eins og Bubbi. En í þessu lagi er hann bara fínn. Enginn hasar, saxasóló eða áberandi E-götugengislæti. Bara rólegt og fínt lag sem fær að njóta sín.
Mama Said- Metallica
Fílaði þá er ég var 14 ára þ.e. eina diskinn sem ég átti með þeim. Missti svo áhugann stuttu seinna og tók Zeppelin og Deep Purple fram yfir. Heyrði svo þetta lag einhvern tímann og fannst það bara nokk gott. Virkar eflaust ömurlegt og poppað í eyrum alvöru aðdáenda sveitarinnar. Held samt að það hefði notið sín betur í flutningi einhvers annars listamanns. Það er smá sona Johnny Cash dæmi í gangi.... oki máski ekki mikið en smá, þessi eftirsjá kúrekans eða eitthvað í þeim dúr. Alla veganna þá kemst það á listann minn.
Wonderwall - Oasis
Hef aldrei fílað Oasis. Flestir í kring um mig héldu ekki slefinu upp í sér yfir þeim og fólk fékk sér "Oasis/bítlaklippingu". Ég mótmælti með því að fara með mynd af Keith Richards til rakarans og bað um Rollings Stones klippingu og var afar sáttur við eigin óhlyðni við ráðandi tískustrauma. En auðvitað skildi enginn vísunina og ég gekk undir nafninu Tina Turner í langann tíma sem bætti ekki álitt mitt á Oasis. Katsí hljómaröð með bítlavísunum (Gonna start a revolution from my bed) og handahófskenndum klisjum (where were you while we were getting high?) í textagraut er ekki mín hugmynd um góða músík. Wonderwall hefur vissulega þessi einkenni en máski vegna þess að ég geri í raun ekki mikla kröfur til bandsins er mér hætt að líka ílla við lagið. Af og til sleppa þægileg singalong lög í gegn (máski ellimerki) en það er bara allt í lagi, þ.e. ef það er bara einstaka sinnum.
Knowing me, knowing you - Evan Dando (Abba)
Abba er eitt af fáu böndunum sem ég fíla bara alls ekki og vil helst ekki þurfa að hlusta á. Knowing Me, Knowing You hefur aldrei gripið mig og ég aðeins álitið það eitt af mörgum leiðinlegum Abba lögum. En svo heyrði ég Evan Dando taka það og lagið var bara ansi gott. Ég taldi mér trú um að það væri Dando-ið sem væri að grípa en þegar lagið spilast í hausnum á mér þá er það ekki Dando útgáfan sem hljómar og það hræðir mig. Ég er ekki enn tilbúinn að viðurkenna almennilega Abba hlutann í laginu svo hér hljómar Dando. Ég veit að þetta er soldið svindl en ég er bara ekki að höndla að takast meira á við fordóma mína í bili. Þetta er alla veganna byrjun.
Á afar erfitt með Bono og U2 en þetta lag finnst mér í alvörunni gott og afar feginn að hafa uppgötvað það. Það er bara svo rosalega mikið af fólki sem dýrkar þetta band og í stað þess að lýsa yfir fyrirlitningu minni er U2 ber upp á góma get ég samviskusamlega haldið því fram að umrætt lag sé uppáhaldslagið mitt með þeim. Allir eru sáttir og ég skipti um umræðuefni.
I´m on fire - Bruce Springsteen.
Er í raun ekkert svakalega á móti Bruce Springsteen en hann hefur oft náð að fara í taugarnar á mér. Springsteen er hvíta karlmannlega verkalýðshetja Bandaríkjanna, soldill Rocky karakter, einfaldur og einlægur... svona eins og Bubbi. En í þessu lagi er hann bara fínn. Enginn hasar, saxasóló eða áberandi E-götugengislæti. Bara rólegt og fínt lag sem fær að njóta sín.
Mama Said- Metallica
Fílaði þá er ég var 14 ára þ.e. eina diskinn sem ég átti með þeim. Missti svo áhugann stuttu seinna og tók Zeppelin og Deep Purple fram yfir. Heyrði svo þetta lag einhvern tímann og fannst það bara nokk gott. Virkar eflaust ömurlegt og poppað í eyrum alvöru aðdáenda sveitarinnar. Held samt að það hefði notið sín betur í flutningi einhvers annars listamanns. Það er smá sona Johnny Cash dæmi í gangi.... oki máski ekki mikið en smá, þessi eftirsjá kúrekans eða eitthvað í þeim dúr. Alla veganna þá kemst það á listann minn.
Wonderwall - Oasis
Hef aldrei fílað Oasis. Flestir í kring um mig héldu ekki slefinu upp í sér yfir þeim og fólk fékk sér "Oasis/bítlaklippingu". Ég mótmælti með því að fara með mynd af Keith Richards til rakarans og bað um Rollings Stones klippingu og var afar sáttur við eigin óhlyðni við ráðandi tískustrauma. En auðvitað skildi enginn vísunina og ég gekk undir nafninu Tina Turner í langann tíma sem bætti ekki álitt mitt á Oasis. Katsí hljómaröð með bítlavísunum (Gonna start a revolution from my bed) og handahófskenndum klisjum (where were you while we were getting high?) í textagraut er ekki mín hugmynd um góða músík. Wonderwall hefur vissulega þessi einkenni en máski vegna þess að ég geri í raun ekki mikla kröfur til bandsins er mér hætt að líka ílla við lagið. Af og til sleppa þægileg singalong lög í gegn (máski ellimerki) en það er bara allt í lagi, þ.e. ef það er bara einstaka sinnum.
Knowing me, knowing you - Evan Dando (Abba)
Abba er eitt af fáu böndunum sem ég fíla bara alls ekki og vil helst ekki þurfa að hlusta á. Knowing Me, Knowing You hefur aldrei gripið mig og ég aðeins álitið það eitt af mörgum leiðinlegum Abba lögum. En svo heyrði ég Evan Dando taka það og lagið var bara ansi gott. Ég taldi mér trú um að það væri Dando-ið sem væri að grípa en þegar lagið spilast í hausnum á mér þá er það ekki Dando útgáfan sem hljómar og það hræðir mig. Ég er ekki enn tilbúinn að viðurkenna almennilega Abba hlutann í laginu svo hér hljómar Dando. Ég veit að þetta er soldið svindl en ég er bara ekki að höndla að takast meira á við fordóma mína í bili. Þetta er alla veganna byrjun.
Topp 5 góð lög með tónlistarmönnum sem ég fíla ekki - Erla Þóra
5. Sprengjuhöllin - Verum í sambandi.
Er ekki enn búin að "jump on the bandwagon" hvað varðar Sprengjuhöllina. Fíla þá bara ekkert sérstaklega. Og fílaði þetta lag ekki heldur þangað til systir mín góð benti mér á að hlusta betur á textann. Yndislegur texti. Ætla samt að halda áfram að vera skeptísk á Sprengjuhöllina.
4. Súkkat - Jóhann.
Já Súkkat er klárlega ekki fyrir mig. En þetta lag hefur eitthvað svona eerie hold on me. Það er eiginlega bara hálfskrítið hvað mér finnst það töff.
3. Depeche Mode - My own personal Jesus.
Það er vægt til orða tekið að segja að ég fíli ekki Depeche Mode. Fæ alveg grænar þegar ég heyri röddina í söngvaranum. En þetta lag hefur mér alltaf fundist afskaplega töff.
2. Rolling Stones - Angie.
Now don't get me wrong, það er ekki það að ég fíli ekki flest lögin með RS, ég bara fíla ÞÁ ekki. Nema kannski trommarann... hann er fínn. Get samt sjálfri mér um kennt, hef bara ekki hlustað nógu mikið á þá. En þetta lag er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það er líka mega sega skemmtilegt að syngja með því.
1. Bubbi - Syneta / Sem aldrei fyrr
Bubbi fer virkilega, virkilega í taugarnar á mér. Virkilega. Það var ekki fyrr en í fyrra að ég var neydd til að hlusta eitthvað á hann af ráði af fyrrverandi nágrönnum mínum sem eru frekar miklir Bubba fans. Hefur reyndar alltaf fundist "Sem aldrei fyrr" gígantískt flott. Vissi lengi vel ekki hvað lagið hét og ég hummaði viðlagið fyrir svoooo marga í svona 2 ár (no lie, lofa!). Skemmst frá því að segja að það fattaði enginn hvað ég var að reyna að syngja.
Synetu uppgötvaði ég hinsvegar í sumarbústað með vinkonunum. Arndís vinkona mín setti lagið á og sagði okkur að þegja og hlusta. Ég fékk hroll. Ég fæ enn hroll.
Mikið fer Bubbi samt í taugarnar á mér. Ég fæ hroll líka yfir því... bara a different kind.
Er ekki enn búin að "jump on the bandwagon" hvað varðar Sprengjuhöllina. Fíla þá bara ekkert sérstaklega. Og fílaði þetta lag ekki heldur þangað til systir mín góð benti mér á að hlusta betur á textann. Yndislegur texti. Ætla samt að halda áfram að vera skeptísk á Sprengjuhöllina.
4. Súkkat - Jóhann.
Já Súkkat er klárlega ekki fyrir mig. En þetta lag hefur eitthvað svona eerie hold on me. Það er eiginlega bara hálfskrítið hvað mér finnst það töff.
3. Depeche Mode - My own personal Jesus.
Það er vægt til orða tekið að segja að ég fíli ekki Depeche Mode. Fæ alveg grænar þegar ég heyri röddina í söngvaranum. En þetta lag hefur mér alltaf fundist afskaplega töff.
2. Rolling Stones - Angie.
Now don't get me wrong, það er ekki það að ég fíli ekki flest lögin með RS, ég bara fíla ÞÁ ekki. Nema kannski trommarann... hann er fínn. Get samt sjálfri mér um kennt, hef bara ekki hlustað nógu mikið á þá. En þetta lag er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það er líka mega sega skemmtilegt að syngja með því.
1. Bubbi - Syneta / Sem aldrei fyrr
Bubbi fer virkilega, virkilega í taugarnar á mér. Virkilega. Það var ekki fyrr en í fyrra að ég var neydd til að hlusta eitthvað á hann af ráði af fyrrverandi nágrönnum mínum sem eru frekar miklir Bubba fans. Hefur reyndar alltaf fundist "Sem aldrei fyrr" gígantískt flott. Vissi lengi vel ekki hvað lagið hét og ég hummaði viðlagið fyrir svoooo marga í svona 2 ár (no lie, lofa!). Skemmst frá því að segja að það fattaði enginn hvað ég var að reyna að syngja.
Synetu uppgötvaði ég hinsvegar í sumarbústað með vinkonunum. Arndís vinkona mín setti lagið á og sagði okkur að þegja og hlusta. Ég fékk hroll. Ég fæ enn hroll.
Mikið fer Bubbi samt í taugarnar á mér. Ég fæ hroll líka yfir því... bara a different kind.
Thursday, February 14, 2008
Topp 5 góð lög með artistum sem ég fíla ekki - Kristín Gróa
5. U2 - Wake Up Dead Man af Pop (1997)
Ég þoli U2 ekki. Það er held ég einhver samblanda af því að Bono ýtir á alla pirrtakkana mína, ég er komin með ógeð á lögunum sem er búið að nauðga í gegnum árin og músíksnobbaranum í mér finnst þeir fáránlega ofmetnir og finnst það sanna mál mitt að meirihluti fólks sem ekkert hlustar á tónlist segja U2 vera uppáhalds hljómsveitina sína (nú eða Metallica... ef ekki bæði... og hendum Bubba í púkkið og þá er þetta fullkomið!).
4. Suede - Stay Together (smáskífa 1994)
Suede fóru að mestu framhjá mér þegar ég var unglingur enda var ég allt of upptekin að slefa yfir Blur til að opna eyrun fyrir öðrum britpoppurum. Brett Anderson hefur alltaf farið pínku í taugarnar á mér, of skræk rödd og of miklar pósur. Ég verð hins vegar að viðurkenna að þeir áttu alveg spretti og þetta lag er bara virkilega gott.
3. Bruce Springsteen - The River af The River (1980)
Springsteen hefur alltaf verið of mikill macho ameríkani fyrir mig en kannski þarf ég bara að gefa honum meiri séns. Þetta lag hreyfir samt alltaf við mér og minnir mig þar að auki á Lalla vin minn sem spilaði þetta fyrir mig þegar ég heimsótti hann í stórborgina Skövde og útskýrði fyrir mér í hverju stórfenglegheit Springsteens felast. Ég held ég hafi verið búin að drekka of mikinn bjór til að meðtaka það sem hann var að segja enda er ég ekki enn búin að fatta þetta alveg.
2. Bubbi Morthens - Afgan af Fingraför (1983)
Ég meika Bubba eiginlega alls ekki en þetta lag fer alveg með mig. Ég elska þig svo heitt að mig sundlar og verkjar... úff kills me every time.
1. Aerosmith - Sweet Emotion af Toys In The Attic (1975)
Aerosmith pirra mig ekkert en ég bara fíla þá ekki. Þetta lag finnst mér aftur á móti alveg killer. Ég tengi það líka alltaf við upphafs- og lokaatriðin í uppáhalds myndinni minni, Dazed and Confused, svo mig langar alltaf að vera í aftursæti á gömlum Chevy Chevelle að krúsa þegar ég heyri það. Það myndi ekkert skemma fyrir ef Matthew McConaughey væri að keyra Chevyinn í þröngu bleiku gallabuxunum sínum... ahh!
Labels:
Aerosmith,
Bruce Springsteen,
Bubbi Morthens,
góð en ég fíla ekki,
Suede,
U2
Valentine´s Day...
God has made you one face,
you must find another...
Í tilefni dagsins flytur Palace Music okkur Valentínusarsöng.
Valentine´s Day - Palace Music
Tuesday, February 12, 2008
Glatað og fundið
Ég keypti mér nýjan iPod í Dubai eftir að hafa verið iPodslaus allt of lengi. Einhverra hluta vegna horfi ég öðruvísi á tónlistina þegar ég er að scrolla í gegnum iPodinn heldur en þegar ég scrolla í gegnum iTunes og fyrir vikið er ég að enduruppgötva fullt af skemmtilegum lögum sem ég var búin að gleyma.
Þar á meðal er lagið My Coco með New York sveitinni Stellastarr*. Þau fengu dálitla athygli fyrir einum fimm árum síðan þegar platan Stellastarr* kom út og þar er þetta lag einmitt að finna. Ég hef satt að segja aldrei hlustað neitt á þessa sveit en ég tók ansi góða rispu á þessu lagi þegar það var nýtt og kannski er ég bara rugluð en mér finnst það eldast dálítið vel. Samkvæmt mæspeisinu þeirra eru þau að taka upp nýja plötu en mér er svo sem nokkuð sama. My Coco nægir mér.
Stellastarr* - My Coco af Stellastarr* (2003)
Stellastarr* á MySpace
Annað lag sem ég var búin að gleyma er What You Know með rapparanum T.I.. Nú er ég ekki mikil áhugamanneskja um rapp en það er eitthvað við þetta lag sem veldur því að mig langar alltaf að hlusta á það fimm sinnum í röð. Ég spilaði það alveg óheyrilega oft í hittifyrra og held að ég byrji bara aftur á ofspiluninni núna.
T.I. - What You Know af King (2006)
Justin Timberlake feat. T.I. - My Love af FutureSex/Lovesounds (2006)
T.I. á MySpace
Þar á meðal er lagið My Coco með New York sveitinni Stellastarr*. Þau fengu dálitla athygli fyrir einum fimm árum síðan þegar platan Stellastarr* kom út og þar er þetta lag einmitt að finna. Ég hef satt að segja aldrei hlustað neitt á þessa sveit en ég tók ansi góða rispu á þessu lagi þegar það var nýtt og kannski er ég bara rugluð en mér finnst það eldast dálítið vel. Samkvæmt mæspeisinu þeirra eru þau að taka upp nýja plötu en mér er svo sem nokkuð sama. My Coco nægir mér.
Stellastarr* - My Coco af Stellastarr* (2003)
Stellastarr* á MySpace
Annað lag sem ég var búin að gleyma er What You Know með rapparanum T.I.. Nú er ég ekki mikil áhugamanneskja um rapp en það er eitthvað við þetta lag sem veldur því að mig langar alltaf að hlusta á það fimm sinnum í röð. Ég spilaði það alveg óheyrilega oft í hittifyrra og held að ég byrji bara aftur á ofspiluninni núna.
T.I. - What You Know af King (2006)
Justin Timberlake feat. T.I. - My Love af FutureSex/Lovesounds (2006)
T.I. á MySpace
Labels:
Justin Timberlake,
músíkblogg,
Stellastarr,
T.I.
Ábreiða...
Uppáhaldslagið mitt þessa daga er ekki nýtt en endurnýtt. Það er að finna á plötunni If I Were a Carpenter sem er virðingarvottur til Carpenters systkinanna.
Lagið er í flutningi Sonic Youth og heitir Superstar. Það er í raun ekki verið að breyta miklu en Sonic Youth ná samt sem áður að ljá því sinn ískyggilega hljóm án þess þó að surga það og eyða upprunalegu stemmningunni. Afar vönduð og að mínu mati vel heppnuð ábreiða.
Sonic Youth - Superstar (Carpenters)
Lagið er í flutningi Sonic Youth og heitir Superstar. Það er í raun ekki verið að breyta miklu en Sonic Youth ná samt sem áður að ljá því sinn ískyggilega hljóm án þess þó að surga það og eyða upprunalegu stemmningunni. Afar vönduð og að mínu mati vel heppnuð ábreiða.
Sonic Youth - Superstar (Carpenters)
Monday, February 11, 2008
Lightspeed Champion
Skyldi vera hægt að músíkblogga frá Kína?
Einn mest hæpaði tónlistmaðurinn þessa dagana er hinn breski Devonte Hynes sem spilar undir nafninu Lightspeed Champion (og nýtur þar reyndar hjálpar þriggja annara). Devonte þessi var einn þriðji tríósins Test Icicles sem auk þess að bera eitt versta hljómsveitarnafn nútímans voru einmitt alveg svakalega hæpaðir árið 2005. Ég kveikti satt að segja aldrei almennilega á þeirri sveit þó lagið Boa vs. Python hafi svona aðeins hreyft við mér. Það er allavega ekki hægt að segja annað en að Devonte kallinn hafi ákveðið að breyta um stefnu í sinni tónlistarsköpun því tónlist Test Icicles og Lightspeed Champion á mjög lítið sameiginlegt þar sem fyrri sveitin var afskaplega æst og spastísk en sú síðari róleg og melódísk. Ég fíla Lightspeed Champion eiginlega betur en það er kannski bara af því ég er orðin svo mellow á mínum efri árum. Platan Falling Off The Lavender Bridge kom út fyrir einum þremur vikum síðan svo það er um að gera að tékka á henni.
Lightspeed Champion - Tell Me What It's Worth
Lightspeed Champion - No Surprise (For Wendela) / Midnight Surprise
Test Icicles - Boa vs. Python
Lighspeed Champion á MySpace
Labels:
Lightspeed Champion,
músíkblogg,
Test Icicles
Saturday, February 9, 2008
Topp 5 karlmannsnafnalög - Vignir
Þessi listi er nokkuð litaður af þeirri tónlist sem ég er búinn að vera að hlusta á upp á síðkastið.
5. Vampire Weekend - Walcott
Vampire Weekend er án efa ein umtalaðasta hljómsveit það sem af er af þessu unga ári. Það veldur náttúrulega því að sumir kalla þetta boðbera alls hins góða og aðrir vilja vera töff og segja að þetta sé ofmetið drasl. Að mínu mati eru þetta hressir strákar úr Columbia háskóla sem voru að gefa út 30 mínútna langa plötu. Hún er skemmtileg og virkilega auðvelt að hafa gaman að henni. Hún mun ekki breyta lífi þínu en það þurfa heldur ekki allar góðar plötur að gera það.
4. Franz Ferdinand - Michael
Ég man eftir því að hafa einhvern tímann verið að leita að textanum við þetta lag á textasíðu sem leyfði fólki að setja inn comment um lögin. Man að einn skrifaði: "i luv this cd but i always skip this song cuz its so gay. LOL". Stundum held ég að öll sú vinna sem margir gáfaðir menn hafa eytt í að skapa Internetið hafi einfaldlega ekki verið þess virði.
3. Dogs Die in Hot Cars - Paul Newman's Eyes
Ef maður væri með gláp hans Paul Newman þá væri maður frekar vel settur held ég líka.
2. David Bowie - John, I'm Only Dancing
Í alvörunni, Nonni! Láttu manninn í friði! Hann er í fíling!
1. Cat Power - Song to Bobby
Þetta lag er víst um Bob Dylan, eða Bobby D eins og mín kallar hann. Lagið er alveg ótrúlega flott og er með mjög "gamalt sánd". Þetta gæti alveg verið lag frá Joan Baez frá 7. áratugnum eða jafnvel lag eftir Bobby sjálfan. Takið t.d. eftir því hvernig ungfrú Power syngur í laginu, minnir mann óneitanlega á hr. Dylan.
5. Vampire Weekend - Walcott
Vampire Weekend er án efa ein umtalaðasta hljómsveit það sem af er af þessu unga ári. Það veldur náttúrulega því að sumir kalla þetta boðbera alls hins góða og aðrir vilja vera töff og segja að þetta sé ofmetið drasl. Að mínu mati eru þetta hressir strákar úr Columbia háskóla sem voru að gefa út 30 mínútna langa plötu. Hún er skemmtileg og virkilega auðvelt að hafa gaman að henni. Hún mun ekki breyta lífi þínu en það þurfa heldur ekki allar góðar plötur að gera það.
4. Franz Ferdinand - Michael
Ég man eftir því að hafa einhvern tímann verið að leita að textanum við þetta lag á textasíðu sem leyfði fólki að setja inn comment um lögin. Man að einn skrifaði: "i luv this cd but i always skip this song cuz its so gay. LOL". Stundum held ég að öll sú vinna sem margir gáfaðir menn hafa eytt í að skapa Internetið hafi einfaldlega ekki verið þess virði.
3. Dogs Die in Hot Cars - Paul Newman's Eyes
Ef maður væri með gláp hans Paul Newman þá væri maður frekar vel settur held ég líka.
2. David Bowie - John, I'm Only Dancing
Í alvörunni, Nonni! Láttu manninn í friði! Hann er í fíling!
1. Cat Power - Song to Bobby
Þetta lag er víst um Bob Dylan, eða Bobby D eins og mín kallar hann. Lagið er alveg ótrúlega flott og er með mjög "gamalt sánd". Þetta gæti alveg verið lag frá Joan Baez frá 7. áratugnum eða jafnvel lag eftir Bobby sjálfan. Takið t.d. eftir því hvernig ungfrú Power syngur í laginu, minnir mann óneitanlega á hr. Dylan.
Friday, February 8, 2008
Topp 5 karlmannsnafnalög - Erla Þóra
5. Me & Bobby McGee – Janis Joplin
Freedom's just another word for nothing left to lose,
Nothing don't mean nothing honey if it ain't free, now now
Alltaf fundist röddin í Frú Joplin afskaplega töff. Þetta lag er líka alveg æðislegt sing-along-song. Hef eiginlega ekkert meira um þetta mál að segja.
4. Mack The Knife – Frank Sinatra
Someones sneaking round the corner
Could that someone be mack the knife
Þetta lag er bara svo innilega svalt. Manni langar bara að vera uppi á Rat Pack tímunum, fá sér viskí í lágt glas með tveimur stórum ísmolum (oj) og reykja vindil (ojoj).
3. Daniel – Elton John
Gotta love me some Elton John. Fyndið hvað ég tengi alltaf lög við fyrsta staðinn sem ég heyrði lögin á. Þetta lag heyrði ég fyrst í fjölskylduferð til Costa del Sol árið 1999 (að mig minnir). Krissa leyfði mér að hlusta á það í geislaspilaranum sínum upp á þaki á hótelinu okkar og ég man að ég horfði upp í loftið meðan Herra John söng:
Daniel is travelling tonight on a plane
I can see the red tail lights heading for Spain
Good times :)
2. Dirty Harry – Gorillaz
I need a gun to keep myself from harm
All the poor people are burning in the sun
Þetta lag, live í Manchester, með krakkakórnum er svooooo flott! Lagið varð í svo miklu meira uppáhaldi hjá mér eftir að ég sá þessa tónleika. Check out the clip:
1.Maxwell’s Silver Hammer – The Beatles
Bang! Bang! Maxwell's silver hammer
Came down on her head.
Bang! Bang! Maxwell's silver hammer
Made sure that she was dead.
Þetta er bara svo fáránlega fyndið og skemmtilegt lag! Þvílíkur texti, þvílíkt rugl. Maxwell clearly has issues. Man ennþá eftir því þegar ég fattaði fyrst um hvað var verið að synga. Þá mátti heyra mig segja: “Say whaaat?”.
Freedom's just another word for nothing left to lose,
Nothing don't mean nothing honey if it ain't free, now now
Alltaf fundist röddin í Frú Joplin afskaplega töff. Þetta lag er líka alveg æðislegt sing-along-song. Hef eiginlega ekkert meira um þetta mál að segja.
4. Mack The Knife – Frank Sinatra
Someones sneaking round the corner
Could that someone be mack the knife
Þetta lag er bara svo innilega svalt. Manni langar bara að vera uppi á Rat Pack tímunum, fá sér viskí í lágt glas með tveimur stórum ísmolum (oj) og reykja vindil (ojoj).
3. Daniel – Elton John
Gotta love me some Elton John. Fyndið hvað ég tengi alltaf lög við fyrsta staðinn sem ég heyrði lögin á. Þetta lag heyrði ég fyrst í fjölskylduferð til Costa del Sol árið 1999 (að mig minnir). Krissa leyfði mér að hlusta á það í geislaspilaranum sínum upp á þaki á hótelinu okkar og ég man að ég horfði upp í loftið meðan Herra John söng:
Daniel is travelling tonight on a plane
I can see the red tail lights heading for Spain
Good times :)
2. Dirty Harry – Gorillaz
I need a gun to keep myself from harm
All the poor people are burning in the sun
Þetta lag, live í Manchester, með krakkakórnum er svooooo flott! Lagið varð í svo miklu meira uppáhaldi hjá mér eftir að ég sá þessa tónleika. Check out the clip:
1.Maxwell’s Silver Hammer – The Beatles
Bang! Bang! Maxwell's silver hammer
Came down on her head.
Bang! Bang! Maxwell's silver hammer
Made sure that she was dead.
Þetta er bara svo fáránlega fyndið og skemmtilegt lag! Þvílíkur texti, þvílíkt rugl. Maxwell clearly has issues. Man ennþá eftir því þegar ég fattaði fyrst um hvað var verið að synga. Þá mátti heyra mig segja: “Say whaaat?”.
Karlalög - Kristmundur
Dandy – The Kinks
Eins og allir góðir menn vita er hljómsveitin The Kinks viðbjóðslega skemmtileg. Mörg lög með karlmannsnöfn í titlinum koma í hugann þegar Kinks ber á góma; David Watts, Johnny Thunder, Arthur og Do you remember Walter? eru til að mynda öll snilld. Ég kýs hins vegar að nefna til leiks lagið Dandy frá 1966 þar sem Ray Davies syngur til bróður síns, Dave Davies (eða Dandy). Ray var þarna ráðsettur fjölskyldufaðir sem leit öfundaraugum á litla Dave, einn helsta glaumgosa Lundúna. Þess má til gamans geta að ég hef talað við Ray Davies í síma þökk sé góðu framtaki gamals félaga míns, Valla pulsu.
Cousin Kevin – The Who
Kevin frændi er alræmdur hrekkjalómur sem stríðir Tommy litla í gríð og erg í meistarastykkinu Tommy. Bassafanturinn John Entwistle samdi lagið og syngur en fyrirmyndin að frændanum vonda var drengur sem bjó á móti Entwistle í æsku. Á Tommy má einnig finna annað lag eftir Entwistle, Fiddle About, er fjallar um hrottann Uncle Ernie sem misnotar Tommy litla kynferðislega (textinn kannski pínu Townsend-legur?). Því er óhætt að segja að Entwistle hafi verið ansi vondur við litla málleysingjann Tómas í verkinu.
Stagger Lee – Nick Cave and the Bad Seeds
Stagger Lee var mikill morðingi og hafa ófá lög og textar fjallað um þennan vandræðapésa. Lagið er af Morðballöðum Cave og kumpána þar sem 64 eru drepnir í 10 lögum.
Black Jack David – The Incredible String Band
Black Jack David er eitt af þekktari lögum skosku sveitarinnar The Incredible String Band og er af plötunni Earthspan frá árinu 1972. Lagið er eftir Mike Heron, annan af burðarásum sveitarinnar, en hann kom til Íslands árið 2003 og hélt tónleika í Íslensku óperunni. Lagið um skógarmanninn kvensama Black Jack David var fyrsta uppklappslag ef ég man rétt.
Jumpin’ Jack Flash – The Rolling Stones
Einu sinni fékk Mick að gista hjá Keith Richards í sveitasetrinu hans. Eldsnemma um morgun gekk skuggalegur maður framhjá glugganum í herbergi Mick sem vaknaði býsna smeykur við atganginn úti. Mick stökk framúr og þráspurði Keith hvaða maður væri að dandalast fyrir utan gluggann. “Oh, that’s just Jack, just jumpin’ Jack”, svaraði Keith og átti við garðyrkjumanninn sinn. Síðan sömdu þeir vinirnir lag.
Eins og allir góðir menn vita er hljómsveitin The Kinks viðbjóðslega skemmtileg. Mörg lög með karlmannsnöfn í titlinum koma í hugann þegar Kinks ber á góma; David Watts, Johnny Thunder, Arthur og Do you remember Walter? eru til að mynda öll snilld. Ég kýs hins vegar að nefna til leiks lagið Dandy frá 1966 þar sem Ray Davies syngur til bróður síns, Dave Davies (eða Dandy). Ray var þarna ráðsettur fjölskyldufaðir sem leit öfundaraugum á litla Dave, einn helsta glaumgosa Lundúna. Þess má til gamans geta að ég hef talað við Ray Davies í síma þökk sé góðu framtaki gamals félaga míns, Valla pulsu.
Cousin Kevin – The Who
Kevin frændi er alræmdur hrekkjalómur sem stríðir Tommy litla í gríð og erg í meistarastykkinu Tommy. Bassafanturinn John Entwistle samdi lagið og syngur en fyrirmyndin að frændanum vonda var drengur sem bjó á móti Entwistle í æsku. Á Tommy má einnig finna annað lag eftir Entwistle, Fiddle About, er fjallar um hrottann Uncle Ernie sem misnotar Tommy litla kynferðislega (textinn kannski pínu Townsend-legur?). Því er óhætt að segja að Entwistle hafi verið ansi vondur við litla málleysingjann Tómas í verkinu.
Stagger Lee – Nick Cave and the Bad Seeds
Stagger Lee var mikill morðingi og hafa ófá lög og textar fjallað um þennan vandræðapésa. Lagið er af Morðballöðum Cave og kumpána þar sem 64 eru drepnir í 10 lögum.
Black Jack David – The Incredible String Band
Black Jack David er eitt af þekktari lögum skosku sveitarinnar The Incredible String Band og er af plötunni Earthspan frá árinu 1972. Lagið er eftir Mike Heron, annan af burðarásum sveitarinnar, en hann kom til Íslands árið 2003 og hélt tónleika í Íslensku óperunni. Lagið um skógarmanninn kvensama Black Jack David var fyrsta uppklappslag ef ég man rétt.
Jumpin’ Jack Flash – The Rolling Stones
Einu sinni fékk Mick að gista hjá Keith Richards í sveitasetrinu hans. Eldsnemma um morgun gekk skuggalegur maður framhjá glugganum í herbergi Mick sem vaknaði býsna smeykur við atganginn úti. Mick stökk framúr og þráspurði Keith hvaða maður væri að dandalast fyrir utan gluggann. “Oh, that’s just Jack, just jumpin’ Jack”, svaraði Keith og átti við garðyrkjumanninn sinn. Síðan sömdu þeir vinirnir lag.
Topp 5 karlmannsnafnalög - Kristín Gróa
5. Cat Power - Song To Bobby
A phone call from your New York City office
You were supposedly asking to see me
And how I wanted to tell you
That I was just only four hundred miles away
Byrjum á einu nýju lagi af hinni nýútgefnu Jukebox. Þetta er eina nýja lagið á plötunni og er söngur til Bob Dylan sem vísar óneitanlega til lagsins Song To Woody. Mjög fallegt lag og að mínu mati hápunktur plötunnar.
4. Son House - John The Revelator
Now Christ had 12 apostles, and three he laid away
He said "Watch for me one hour, while I go yonder and pray"
Delta blúsarinn Son House var virkilega engum líkur og ef þið trúið mér ekki þá þarf ekki meira en að hlusta á þetta lag til að sannfærast.
3. Songs: Ohia - John Henry Split My Heart
John Henry split my heart
He says boy what you going to do
With your heart in two
Ef það er einhver þarna úti sem hefur ekki hlustað á tónlist Jason Molina þá er ekki of seint að byrja núna og ég mæli með að viðkomandi byrji á plötunni Magnolia Electric Co. þar sem þetta lag er að finna.
2. Regina Spektor - Samson
Oh I cut his hair myself one night
A pair of dull scissors in the yellow light
And he told me that I'd done alright
And kissed me 'til the mornin' light
Þetta er bara svo fallegt lag að hjartað mitt skjálfar aðeins í hvert skipti sem ég hlusta.
1. Bob Dylan - Blind Willie McTell
There's a chain gang on the highway
I can hear them rebels yell
And I know no one can sing the blues
Like Blind Willie McTell
Það er erfitt að gera upp á milli Dylan laga en þetta hér um blúsarann Blind Willie McTell hlýtur að komast ofarlega á lista yfir þau bestu. Fyrir músíknörda má svo benda á það er enginn annar en Mark Knopfler sem spilar á gítarinn í þessu lagi á meðan Dylan sjálfur spilar á píanóið.
Labels:
Bob Dylan,
Cat Power,
karlmannsnöfn,
Regina Spektor,
Son House,
Songs Ohia
Gauralög - Zvenni
Óli Hundaóli - Dr. Gunni og félagar
Ég heiti óli og ég á hund
og hann er besti vinur minn.
Ég tek hann alltaf með mér í sund
og segji bara að hann sé bróðir minn.
Máski enginn Megasarsmíði en hnyttið Dr. Gunna lag.
Bob - Primus
Sagan af Bob og beltinu.
Jón var kræfur karl og hraustur - Hinn Íslenzki Þursaflokkur
Hið fjölhæfa band Þursaflokkurinn sýnir nýja hlið á sér. Í pásu frá fornaldarprogginu eru Egill og Karl sendir í sturtu og ný nálgun tekin.
Papa Won't Leave You, Henry - Nick Cave & the Bad Seeds
Papa won't leave you, Henry
Papa won't leave you, Boy
Papa won't leave you, Henry
Papa won't leave you, Boy
Well, the road is long
And the road is hard
And many fall by the side
But Papa won't leave you, Henry
So there ain't no need to cry
Byrjaði sem vögguvísa til óskýrðs sonar síns sem átti á tímabili að heita Henry. Hefur vonandi aðeins sungið viðlagið yfir vöggunni.
John Wayne Gacy, Jr. - Sufjan Stevens
And in my best behavior
I am really just like him
Look beneath the floorboards
For the secrets I have hid
Í einu af sínu fallegasta lagi nær Sufjan að gera fjöldamorðingjann mannlegann. Viðkvæm og sorgleg lýsing á manni og áhrifum hans á umhverfi sitt.
Ég heiti óli og ég á hund
og hann er besti vinur minn.
Ég tek hann alltaf með mér í sund
og segji bara að hann sé bróðir minn.
Máski enginn Megasarsmíði en hnyttið Dr. Gunna lag.
Bob - Primus
Sagan af Bob og beltinu.
Jón var kræfur karl og hraustur - Hinn Íslenzki Þursaflokkur
Hið fjölhæfa band Þursaflokkurinn sýnir nýja hlið á sér. Í pásu frá fornaldarprogginu eru Egill og Karl sendir í sturtu og ný nálgun tekin.
Papa Won't Leave You, Henry - Nick Cave & the Bad Seeds
Papa won't leave you, Henry
Papa won't leave you, Boy
Papa won't leave you, Henry
Papa won't leave you, Boy
Well, the road is long
And the road is hard
And many fall by the side
But Papa won't leave you, Henry
So there ain't no need to cry
Byrjaði sem vögguvísa til óskýrðs sonar síns sem átti á tímabili að heita Henry. Hefur vonandi aðeins sungið viðlagið yfir vöggunni.
John Wayne Gacy, Jr. - Sufjan Stevens
And in my best behavior
I am really just like him
Look beneath the floorboards
For the secrets I have hid
Í einu af sínu fallegasta lagi nær Sufjan að gera fjöldamorðingjann mannlegann. Viðkvæm og sorgleg lýsing á manni og áhrifum hans á umhverfi sitt.
Wednesday, February 6, 2008
Kína
Í fyrramálið legg ég upp í mikið ferðalag og ef allt gengur vel ætti ég að vera komin til Qingdao í Kína á laugardagskvöld. Við erum látin fljúga frekar skrítna flugleið sem veldur því að þetta verður hálfgerð hnattreisa og alveg ótrúlega tímafrekt ferðalag en ég er (því miður) orðin svo vön slíku að þetta leggst bara vel í mig. Ég á reyndar eftir að arransera tónlist fyrir ferðina en til að koma mér í gírinn þá er hér eitt lag fyrir hvern fluglegg ;)
Hljómar - Æsandi fögur (Keflavík, Ísland)
Ratatat - Germany To Germany (Frankfurt, Þýskaland)
The Cure - Killing An Arab (Dubai, Sameinuðu arabísku furstadæmin)
David Bowie - China Girl (Peking, Kína)
Thin Lizzy - Chinatown (Qingdao, Kína)
Labels:
David Bowie,
Hljómar,
músíkblogg,
Ratatat,
The Cure,
Thin Lizzy
Tuesday, February 5, 2008
Cut Copy
Ástralska hljómsveitin Cut Copy hefur verið að fá dálitla umfjöllun upp á síðkastið enda ný plata á leiðinni. Sveitin hefur verið starfandi frá árinu 2001 svo þeir eru engir nýgræðingar en hafa þó bara gefið út eina eiginlega breiðskífu, Bright Like Neon Love árið 2004. Til að hita upp fyrir nýju plötuna hafa þeir fengið ekki ómerkari menn en Boys Noize og Superdiscount til að gera remix af fyrsta singúlnum. Mér finnst þetta bara nokkuð skemmtilegt, dálítið 80's en það skemmir sjaldnast fyrir.
Cut Copy - Lights & Music
Cut Copy - Lights & Music (Boys Noize remix)
Cut Copy - Lights & Music (Superdiscount remix)
Cut Copy á MySpace
bob hund
Sænska indíbandið bob hund spilar kjánalegt og hresst rokk á sænsku og hefur átt farsælan feril í heimalandi sínu og nærliggjandi löndum.
Á fimmtán ára ferli sínum hefur bandið fengið sænsk grammy verðlaun fyrir tónleikahald og texstasmíðar og þar að auki eitt Guldägget fyrir smekklegt plötuumslag.
Einnig hafa meðlimir sveitarinnar gefið út tvær plötur á ensku undir nafninu Bergmann Rock.
bob hund - Mer än så kan ingen bli
bob hund - Dansa efter min pipa
bob hund - Ett Fall Och En Lösning (youtube)
bob hund á myspace
Bergman Rock á myspace
Monday, February 4, 2008
Tónlist fyrir sálina
Vá það er ekki mikið að gera hjá mér þessa dagana heldur svo brjálað að ég er stöðugt ringluð á hlaupum (sem er bara uppskrift að vandræðum) og hef varla getað hlustað á tónlist. Þar sem ég verð ekki á landinu næstu fjórar helgar var nýliðin helgi auðvitað tekin með trompi og það örlar á smá mánudagsþreytu fyrir vikið. Ef það er ekki lúxus að eiga vinkonu sem býður manni í leikhús og á Grillið á laugardagskvöldi eins og ekkert sé eðlilegra þá veit ég ekki hvað. Til heiðurs Rósu soul sister skulum við því lífga upp á sálina með ljúfum tónum.
The Delfonics - Didn't I Blow Your Mind This Time
Al Jarreau - Ain't No Sunshine
Ike & Tina Turner - He's The One
Stevie Wonder - Living For The City
Labels:
Al Jarreau,
Ike Turner,
músíkblogg,
Stevie Wonder,
The Delfonics,
Tina Turner
Friday, February 1, 2008
Topp 5 kvenmannsnafnalög - Kristín Gróa
Að vera veðurteppt í Færeyjum seinkar listanum en ég komst heim á endanum svo hér kemur hann! Það eru svo mörg lög sem innihalda kvenmannsnöfn í titlinum að ég varð alveg ringluð á að hugsa um þennan lista. Til að gera þetta aðeins bærilegra ákvað ég að takmarka mig við lög sem heita bara nafninu... svo Roxanne kom til greina en Sheila Take A Bow ekki.
5. Mark Ronson feat. Amy Winehouse - Valerie
Það er víst einhver acoustic útgáfa af þessu sem hefur verið í spilun í útvarpi en þar sem ég er svo út úr lúppunni hef ég ekki heyrt hana. Mér finnst þessi útgáfa hins vegar alveg killer enda eru hér bæði fiðlur, lúðrar, handaklapp og þessi svakalega söngrödd.
4. The Kinks - Lola
Þetta lag fær fjórða sætið til heiðurs henni Lólu minni sem hefur reynst stoð mín og stytta síðustu mánuði. Hún er alltaf í góðu skapi, er alltaf þakklát þegar ég sinni henni og er aldrei með neitt vesen. Lóla, þú ert besti gullfiskur sem stúlka gæti óskað sér.
3. FM Belfast - Synthia
Alltaf þegar ég heyri þetta lag fæ ég óstjórnlega löngun til að vera stödd á hip bar með glas í hendi að dansa eins og enginn sé morgundagurinn. Hei en það er að koma helgi svo það er aldrei að vita...
2. Them - Gloria
Þetta lag náði toppsætinu á "topp 5 lög sungin af rauðhærðum" listanum mínum fyrir nokkru síðan en ég stenst bara ekki freistinguna að setja það á þennan lista líka. Hvernig er hægt að syngja af svona mikilli ákefð?
1. Leonard Cohen - Suzanne
Ég hef svo sem ekki mikið um þetta lag að segja nema ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri það og það nægir til að fá toppsætið.
5. Mark Ronson feat. Amy Winehouse - Valerie
Það er víst einhver acoustic útgáfa af þessu sem hefur verið í spilun í útvarpi en þar sem ég er svo út úr lúppunni hef ég ekki heyrt hana. Mér finnst þessi útgáfa hins vegar alveg killer enda eru hér bæði fiðlur, lúðrar, handaklapp og þessi svakalega söngrödd.
4. The Kinks - Lola
Þetta lag fær fjórða sætið til heiðurs henni Lólu minni sem hefur reynst stoð mín og stytta síðustu mánuði. Hún er alltaf í góðu skapi, er alltaf þakklát þegar ég sinni henni og er aldrei með neitt vesen. Lóla, þú ert besti gullfiskur sem stúlka gæti óskað sér.
3. FM Belfast - Synthia
Alltaf þegar ég heyri þetta lag fæ ég óstjórnlega löngun til að vera stödd á hip bar með glas í hendi að dansa eins og enginn sé morgundagurinn. Hei en það er að koma helgi svo það er aldrei að vita...
2. Them - Gloria
Þetta lag náði toppsætinu á "topp 5 lög sungin af rauðhærðum" listanum mínum fyrir nokkru síðan en ég stenst bara ekki freistinguna að setja það á þennan lista líka. Hvernig er hægt að syngja af svona mikilli ákefð?
1. Leonard Cohen - Suzanne
Ég hef svo sem ekki mikið um þetta lag að segja nema ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri það og það nægir til að fá toppsætið.
Labels:
Amy Winehouse,
FM Belfast,
kvenmannsnöfn,
Leonard Cohen,
Mark Ronson,
The Kinks,
Them
Kvenmannsnafnalög - zvenni
Pictures of Lily - The Who
Pictures of Lily made my life so wonderful
Pictures of Lily helped me sleep at night
Pitcures of Lily solved my childhood problems
Pictures of Lily helped me feel alright
Held að það hafi verið álíka mikil uppgötvun fyrir mig er ég heyrði þetta lag fyrst og fyrir strákinn í sögunni er hann uppgötvar myndirnar af Lily. Tónlistarsmekkurinn tók skarpa beygju og leiddi mig út í ýmis hljóðræn ævintýri og enn fleiri króka og hliðargötur.
Stephanie Says - Velvet Underground
Ofur ljúft og þægilegt Underground lag.
Big Black Mariah - Tom Waits
Lag um stórann svartann Ford. Er ekki mikill bílaáhugamaður né mengunarsinni en einhvern veginn magnast upp ákveðin stemmning við þetta lag, eflaust sú stemmning að aka um í löngum amerískum bensínsvolgrandi kagga í reykjarsvælu hlustandi á Waits eða e-ð gott seventís Stones lag.
Heppinn ég að það er til lag sem fangar þessa stemmningu og sparar mér ómakið.
Polythene Pam - Bitlarnir
Lag af uppáhalds bítlaplötuhliðinni minni: B hliðinni á Abbey Road. Upphafs kassagítarhljómarnir alveg svaðalegir, sé reyndar alltaf Pete Townshend fyrir mér taka það með vindmylluáslættinum. Ögn skrítið að rífa það úr heildinni sem B hliðin er en það verður að hafa það... je je je.
Deanna - Nick cave & the Bad Seeds
Our little crimeworn histories
Black and smoking christmas trees
And honey, it ain't mystery
Why you're a mystery to me
Lag af plötunni Tender Prey. Rámar í að hafa lesið í ævisögu kappans að það lýsi kynnum hans af Deönnu sem var félagi hans í glæpum á unglingsárunum og vafasömum afrekum hennar. Þó textinn sé myrkur er lagið afar hresst og næstum glaðlegt.
Pictures of Lily made my life so wonderful
Pictures of Lily helped me sleep at night
Pitcures of Lily solved my childhood problems
Pictures of Lily helped me feel alright
Held að það hafi verið álíka mikil uppgötvun fyrir mig er ég heyrði þetta lag fyrst og fyrir strákinn í sögunni er hann uppgötvar myndirnar af Lily. Tónlistarsmekkurinn tók skarpa beygju og leiddi mig út í ýmis hljóðræn ævintýri og enn fleiri króka og hliðargötur.
Stephanie Says - Velvet Underground
Ofur ljúft og þægilegt Underground lag.
Big Black Mariah - Tom Waits
Lag um stórann svartann Ford. Er ekki mikill bílaáhugamaður né mengunarsinni en einhvern veginn magnast upp ákveðin stemmning við þetta lag, eflaust sú stemmning að aka um í löngum amerískum bensínsvolgrandi kagga í reykjarsvælu hlustandi á Waits eða e-ð gott seventís Stones lag.
Heppinn ég að það er til lag sem fangar þessa stemmningu og sparar mér ómakið.
Polythene Pam - Bitlarnir
Lag af uppáhalds bítlaplötuhliðinni minni: B hliðinni á Abbey Road. Upphafs kassagítarhljómarnir alveg svaðalegir, sé reyndar alltaf Pete Townshend fyrir mér taka það með vindmylluáslættinum. Ögn skrítið að rífa það úr heildinni sem B hliðin er en það verður að hafa það... je je je.
Deanna - Nick cave & the Bad Seeds
Our little crimeworn histories
Black and smoking christmas trees
And honey, it ain't mystery
Why you're a mystery to me
Lag af plötunni Tender Prey. Rámar í að hafa lesið í ævisögu kappans að það lýsi kynnum hans af Deönnu sem var félagi hans í glæpum á unglingsárunum og vafasömum afrekum hennar. Þó textinn sé myrkur er lagið afar hresst og næstum glaðlegt.
Lög og kvenmannsnöfn... Kristmundur
Gestalistamaður vikunnar er Kristmundur en kappinn er íslenskumaður mikill og boltasparkari. Ekki veit ég hversu mörg kvenmannsnöfn eru í símaskránni hans en músíkin í spilaranum er vandlega valin.
Layla – Derek and the Dominos
Sagan segir að Eric Clapton hafi eitt sinn mætt með nýja og eiturferska
hljómsveit sína, Eric and the Dynamos í útvarpsþátt og búið sig undir að spila lag í beinni. Þegar apinn sem stýrði þættinum kynnti sveitina til leiks gekk það ekki betur en svo að hann kallaði hana Derek and the Dominos. Clapton leit þá hugsandi á félaga sína og sagði: „Derek and the Dominos? Það er miklu betra nafn“. Layla er sennilega frægasta lag Dereks og félaga og er víst um Patti Harrison, kvendið sem Clapton hnuplaði af George Harrison. Píanó-átróið er í miklum metum hjá mér en það ku vera eftir trommarann í sveitinni en ekki Clapton sjálfan.
Eleanor Rigby – The Beatles
„Eleanor Rigby,
picks up the rice in the church where a wedding has been.
Lives in a dream.
Waits at the window,
wearing a face that she keeps in a jar by the door,
Who is it for?“
Greyið Eleanor. Alein að tína hrísgrjón. Hún og séra MacKenzie eru sennilega með frægustu nóboddíum dægurlagasögunnar. Textinn er sorglegur og í anda einhvers konar raunsæis. Bítlanirðir hafa bent á að þegar John og Paul duttu í það saman á unglingsárum enduðu þeir stundum í kirkjugarði einum í Liverpool þar sem finna má legstein merktan E. Rigby.
Naomi – Neutral Milk Hotel
„I'm tasting Naomi's perfume
It tastes like shit and I must say
She comes and goes most afternoons
One billion lovers wave and love her now
They could love her now and so could I“
Eitt af mínum uppáhalds Neutral Milk Hotel lögum. Vekur samt óneitanlega upp áleitnar spurningar. Af hverju í ósköpunum er gaurinn til að mynda að drekka ilmvatn Naomi? Og hví stelur hann kjólnum hennar? Mín tilgáta hefur lengi verið sú að lagið sé um Naomi Campbell en það gæti einnig verið mesta bull sem ég hef látið frá mér fara. Eftir stendur að þetta er dálítið krípí lag en um leið fallegt. Só prittí-í-í.
Pocahontas – Neil Young (af Unplugged plötunni)
„And maybe Marlon Brando
Will be there by the fire
We'll sit and talk of Hollywood
And the good things there for hire
Like the Astrodome
and the first tepee
Marlon Brando, Pocahontas and me
Marlon Brando, Pocahontas and me
Pocahontas.“
Neil Young syngur hér um grimma, evrópska, hvíta kalla sem fóru illa með indíánana á tímum nýlendustefnunnar. Hann segist líka áhugasamur um að sofa hjá sjálfri Pocahontas og dregur annan indíánavin, Marlon Brando, inn í partíið við eldinn. Eitt af mínum eftirlætislögum með Neil Young.
Visions of Johanna
Þetta er víst uppáhaldslag Bob Dylans af meistaraverkinu Blonde on Blonde og þessa dagana er ég sama sinnis. Undanfarið hef ég muldrað upphafssetningar lagsins oftar en góðu hófi gegnir, m.a. á ferðum mínum í bankann og á pósthúsið. Upphafstextinn er líka frekar svaðalegur: „Ain'tit just like the night to play tricks when you're tryin' to be so quiet?“
Önnur lög sem komu til greina en fá því miður bara að verma
varamannabekkinn: Dumb Kate (Incredible String Band), Deanna (Nick Cave and the Bad Seeds), Lua (Bright Eyes), Sweet lady Genevieve (Kinks) og
Cross eyed Mary (Jethro Tull).
Layla – Derek and the Dominos
Sagan segir að Eric Clapton hafi eitt sinn mætt með nýja og eiturferska
hljómsveit sína, Eric and the Dynamos í útvarpsþátt og búið sig undir að spila lag í beinni. Þegar apinn sem stýrði þættinum kynnti sveitina til leiks gekk það ekki betur en svo að hann kallaði hana Derek and the Dominos. Clapton leit þá hugsandi á félaga sína og sagði: „Derek and the Dominos? Það er miklu betra nafn“. Layla er sennilega frægasta lag Dereks og félaga og er víst um Patti Harrison, kvendið sem Clapton hnuplaði af George Harrison. Píanó-átróið er í miklum metum hjá mér en það ku vera eftir trommarann í sveitinni en ekki Clapton sjálfan.
Eleanor Rigby – The Beatles
„Eleanor Rigby,
picks up the rice in the church where a wedding has been.
Lives in a dream.
Waits at the window,
wearing a face that she keeps in a jar by the door,
Who is it for?“
Greyið Eleanor. Alein að tína hrísgrjón. Hún og séra MacKenzie eru sennilega með frægustu nóboddíum dægurlagasögunnar. Textinn er sorglegur og í anda einhvers konar raunsæis. Bítlanirðir hafa bent á að þegar John og Paul duttu í það saman á unglingsárum enduðu þeir stundum í kirkjugarði einum í Liverpool þar sem finna má legstein merktan E. Rigby.
Naomi – Neutral Milk Hotel
„I'm tasting Naomi's perfume
It tastes like shit and I must say
She comes and goes most afternoons
One billion lovers wave and love her now
They could love her now and so could I“
Eitt af mínum uppáhalds Neutral Milk Hotel lögum. Vekur samt óneitanlega upp áleitnar spurningar. Af hverju í ósköpunum er gaurinn til að mynda að drekka ilmvatn Naomi? Og hví stelur hann kjólnum hennar? Mín tilgáta hefur lengi verið sú að lagið sé um Naomi Campbell en það gæti einnig verið mesta bull sem ég hef látið frá mér fara. Eftir stendur að þetta er dálítið krípí lag en um leið fallegt. Só prittí-í-í.
Pocahontas – Neil Young (af Unplugged plötunni)
„And maybe Marlon Brando
Will be there by the fire
We'll sit and talk of Hollywood
And the good things there for hire
Like the Astrodome
and the first tepee
Marlon Brando, Pocahontas and me
Marlon Brando, Pocahontas and me
Pocahontas.“
Neil Young syngur hér um grimma, evrópska, hvíta kalla sem fóru illa með indíánana á tímum nýlendustefnunnar. Hann segist líka áhugasamur um að sofa hjá sjálfri Pocahontas og dregur annan indíánavin, Marlon Brando, inn í partíið við eldinn. Eitt af mínum eftirlætislögum með Neil Young.
Visions of Johanna
Þetta er víst uppáhaldslag Bob Dylans af meistaraverkinu Blonde on Blonde og þessa dagana er ég sama sinnis. Undanfarið hef ég muldrað upphafssetningar lagsins oftar en góðu hófi gegnir, m.a. á ferðum mínum í bankann og á pósthúsið. Upphafstextinn er líka frekar svaðalegur: „Ain'tit just like the night to play tricks when you're tryin' to be so quiet?“
Önnur lög sem komu til greina en fá því miður bara að verma
varamannabekkinn: Dumb Kate (Incredible String Band), Deanna (Nick Cave and the Bad Seeds), Lua (Bright Eyes), Sweet lady Genevieve (Kinks) og
Cross eyed Mary (Jethro Tull).
Topp 5 lög með kvenmannsnafni í titlinum - Krissa
Ég verð bara að fá að svindla og vera snemma í því núna, þessi tímamismunur milli Íslands og Montréal er klárlega ekki mér í hag! ;)
Þessi listi er bara ekki hægt...eftir heilmikinn niðurskurð sat ég samt eftir með 13 lög! 13 lög sem ég gat bara engan veginn valið á milli...
5. Dire Straits - Romeo and Juliet
"You said I love you like the stars above
I'll love you till I die"
Dire Straits aðra vikuna í röð! Þetta er væmið og cheesy og maður fær hálfgerðan kjánahroll við að hlusta á það en ég elska það samt. Stundum þarf maður bara smá væmni ;)
4. Poni Hoax - Carrie Ann
"And though you don't like this dress at all
We gave it to you for your communion"
Úr væmninni yfir í bullandi svalleika. Það er eitthvað við byrjunina...og röddina reyndar. Þetta er lagið sem er hægt að hlusta á hvenær sem er. Allt frá lærdómnum eða göngutúrnum heim yfir í skemmtilega dónaleiki.
3. Bob Dylan - Peggy Day
"Well, you know that even before I learned her name,
You know I loved her just the same."
Það hefði admittedly örugglega verið hægt að velja 5 önnur Dylan lög í þetta sæti. Peggy Day er hinsvegar í uppáhaldi þessa dagana eftir að Nashville Skyline er búin að vera á repeat heima í næstum viku. Stutt og skemmtilegt næstum Presley skotið country lag með 'hint af keim' af orðaleik í textanum. Er hægt að biðja um meira?
2. Beck - O Maria
"The fabric of folly is falling apart at the seams..."
Ég var næstum búin að gleyma þessu lagi. Lágstemmt og flottur texti...Beck í góðum gír. 2008 er 10 ára afmælisár Mutations, ekki úr vegi að fagna með því að renna henni í gegn eins og einu sinni ;)
1. Michael Jackson - Billie Jean
"She Told Me Her Name Was Billie Jean,
As She Caused A Scene
Then Every Head Turned With Eyes That Dreamed Of Being The One
Who Will Dance On The Floor In The Round"
Ég gat bara alls ekki sleppt Billie Jean, sama hvað ég reyndi að halda öðrum lögum inni á kostnað þess...ekki hægt. Michael Jackson þegar hann var enn mun dekkri og mun svalari! Þetta er bara klassík.
Og já, Kanye West remixið er líka flott ;)
Honourable mentions eru því:
Sweet Jane, Velvet Underground, Patti Smith&Leonard Cohen og Cowboy Junkies útgáfurnar eru allar æði
Ramones - Sheena is a Punk Rocker
Belle and Sebastian - Sukie in the Graveyard
Jolene, sú upphaflega með Dolly og u.þ.b. 10 cover útgáfur! :)
The National - Squalor Victoria
Camera Obscura - Razzle Dazzle Rose
The Libertines - What Katie Did
Bright Eyes - Lua ("When everything is lonely I can be my own best friend
I'll get a coffee and the paper, have my own conversations" fer aaalveg með mig!)
Þessi listi er bara ekki hægt...eftir heilmikinn niðurskurð sat ég samt eftir með 13 lög! 13 lög sem ég gat bara engan veginn valið á milli...
5. Dire Straits - Romeo and Juliet
"You said I love you like the stars above
I'll love you till I die"
Dire Straits aðra vikuna í röð! Þetta er væmið og cheesy og maður fær hálfgerðan kjánahroll við að hlusta á það en ég elska það samt. Stundum þarf maður bara smá væmni ;)
4. Poni Hoax - Carrie Ann
"And though you don't like this dress at all
We gave it to you for your communion"
Úr væmninni yfir í bullandi svalleika. Það er eitthvað við byrjunina...og röddina reyndar. Þetta er lagið sem er hægt að hlusta á hvenær sem er. Allt frá lærdómnum eða göngutúrnum heim yfir í skemmtilega dónaleiki.
3. Bob Dylan - Peggy Day
"Well, you know that even before I learned her name,
You know I loved her just the same."
Það hefði admittedly örugglega verið hægt að velja 5 önnur Dylan lög í þetta sæti. Peggy Day er hinsvegar í uppáhaldi þessa dagana eftir að Nashville Skyline er búin að vera á repeat heima í næstum viku. Stutt og skemmtilegt næstum Presley skotið country lag með 'hint af keim' af orðaleik í textanum. Er hægt að biðja um meira?
2. Beck - O Maria
"The fabric of folly is falling apart at the seams..."
Ég var næstum búin að gleyma þessu lagi. Lágstemmt og flottur texti...Beck í góðum gír. 2008 er 10 ára afmælisár Mutations, ekki úr vegi að fagna með því að renna henni í gegn eins og einu sinni ;)
1. Michael Jackson - Billie Jean
"She Told Me Her Name Was Billie Jean,
As She Caused A Scene
Then Every Head Turned With Eyes That Dreamed Of Being The One
Who Will Dance On The Floor In The Round"
Ég gat bara alls ekki sleppt Billie Jean, sama hvað ég reyndi að halda öðrum lögum inni á kostnað þess...ekki hægt. Michael Jackson þegar hann var enn mun dekkri og mun svalari! Þetta er bara klassík.
Og já, Kanye West remixið er líka flott ;)
Honourable mentions eru því:
Sweet Jane, Velvet Underground, Patti Smith&Leonard Cohen og Cowboy Junkies útgáfurnar eru allar æði
Ramones - Sheena is a Punk Rocker
Belle and Sebastian - Sukie in the Graveyard
Jolene, sú upphaflega með Dolly og u.þ.b. 10 cover útgáfur! :)
The National - Squalor Victoria
Camera Obscura - Razzle Dazzle Rose
The Libertines - What Katie Did
Bright Eyes - Lua ("When everything is lonely I can be my own best friend
I'll get a coffee and the paper, have my own conversations" fer aaalveg með mig!)
Subscribe to:
Posts (Atom)