Wednesday, April 30, 2008

Sufjan Stevens og The White Stripes

Til að bæta upp fyrir sætu stelpurnar í gær ætla ég að taka svipað þema í dag, nefnilega ábreiður sungnar af sætum strákum. Mér finnst það nú bara sanngjarnt! Mér finnst líka við hæfi að þeir syngi Dylan lög því hann var nú ósköp sætur hér í eina tíð.


Fyrstur er indíkóngurinn Sufjan Stevens eða öðru nafni Mr. McDreamy. Hann syngur hérna lagið Ring Them Bells en þessa útgáfu er að finna á soundtracki myndarinnar I'm Not There. Mjög huggulegt cover.

Sufjan Stevens - Ring Them Bells af I'm Not There OST
Bob Dylan - Ring Them Bells af Oh Mercy


Næstur er svo sjálfur Jack White (ég er ekki með hann á heilanum eða neitt í alvöru sko...) að syngja One More Cup Of Coffee af mikilli innlifun. Þetta hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.

The White Stripes - One More Cup Of Coffe af The White Stripes
Bob Dylan - One More Cup Of Coffee af Desire

Tuesday, April 29, 2008

Scarlett Johansson & Goldfrapp

Í fyrsta lagi langar mig að benda á að Santogold linkarnir sem virkuðu ekki eru komnir í lag svo það má reyna að smella á þá aftur.


Í dag er þemað annars fögur fljóð að syngja ábreiður. Fyrst skulum við hlýða á Scarlett Johansson misþyrma Tom Waits.

Scarlett Johansson - Anywhere I Lay My Head (Tom Waits cover)
Tom Waits - Anywhere I Lay My Head


Eftir þessi ósköp skulum við hlusta á öllu betra lag. Alison Goldfrapp fer hér mjúkum höndum um Klaxons og dregur fram það fallega í þessu lagi. Vel heppnuð ábreiða.

Goldfrapp - It's Not Over(Klaxons cover)
Klaxons - It's Not Over

Monday, April 28, 2008

Santogold


Eftir mikið hæp í ótrúlega langan tíma er Santogold platan loksins að koma út á morgun. Þessi er alveg pottþétt efst á óskalistanum mínum þessa stundina enda er ég búin að spila lagið I'm A Lady svo skuggalega oft í dag að ég er næstum komin með klígju (en ekki alveg samt). Njótið.

Santogold - I'm A Lady
Santogold - You'll Find A Way

Saturday, April 26, 2008

Topp 5 Party Shuffle Spectacular - Erla Þóra

Sökum próflesturs kemur minn listi inn degi of seint.. úps!
Þetta verður stutt og laggott þar sem læripásan má ekki vera of löng.

The Smiths - Bigmouth Strikes Again
Hey! Vissi ekki einu sinni að ég ætti þetta lag. Flott, hresst og skemmtilegt.

Karlakórinn Heimir - Erla (hans Tryggva?)
Finnst svo fyndið að þetta lag hafi komið upp á party-shufflinu mínu. Þetta er samt bara Erla góða Erla sko... veit ekki alveg hvað þetta "hans Tryggva?" er en ég held að það sé einkahúmor hjá Heimis-mönnum. Kannski heitir einn í kórnum Tryggvi og á konu sem heitir Erla eða eitthvað. Annars er þetta bara afskaplega fallegt lag. Hef meira að segja sett það á lista áður held ég. Minnir mig á pabba. Hann söng þetta alltaf fyrir mig í gamla daga... og syngur það reyndar enn þó ég sé orðin háöldruð :)

John Frusciante - The Past Recedes
Úúúú var búin að gleyma þessu lagi. Var á einhverjum disk sem sister dearest skrifaði seinasta sumar held ég. What can I say, I like it.

Dane Cook - Intro/Riot
Heyrðu þetta er bara eitthvað uppistand! Ég vissi ekki einu sinni að ég ætti þetta! Eftir gúggl komst ég að því að þetta er sæti bróðirinn í "Dan in Real Life" og rugl-gaurinn í "Mr.Brooks". Verð að hlusta meira á þetta. Þessar 2 mínútur eru allavega fyndnar.


Tool - Bottom
Ég hef aldrei hlustað á þetta lag. Tool er ekkert endilega my cup of tea. Let's just leave it at that.

Friday, April 25, 2008

Topp 5 Party Shuffle Spectacular - Krissa

Ég nota party shuffle aldrei. Ég held ég hafi svona tvisvar prófað til að sjá hvað kæmi upp og það virtist í bæði skipti vilja klína mörgum lögum í röð með sama tónlistarmanni/hljómsveit og vera með einhver almenn leiðindi. Í dag fékk ég hinsvegar bara þennan ágætasta lista! Ég ætti kannski að gefa party sjúfflinu annan séns?

Beck - Sing It Again

Ég var næstum búin að gleyma þessu lagi! Rólegt og fallegt af Mutations sem kom út fyrir 10 árum (10 árum!?!) og er alveg frábær! Hver annar kemst upp með að hafa kántrí og bossa nova á sömu plötunni og láta það hljóma vel?


MC Solaar - Nouveau Western

1993 dúettaði MC Solaar með Guru á fyrstu Jazzmatazz plötunni og sló svona líka í gegn að árið eftir, þegar Prose Combat kom út, var hún líka gefin út í Bandaríkjunum, sem þótti víst ansi merkilegt at the time þar sem hún er öll á frönsku. Ég var nú bara 11 ára þegar þetta fór alltsaman fram en rámar í að hafa heyrt einhver lög með honum og svo hlustaði ég meira á hann þegar ég varð aðeins eldri.

Eftir æsispennandi spilakvöld hjá stóra bróður síðasta haust horfðum við svo af einhverjum ástæðum á nokkur gömul MC Solaar myndbönd á youtube. Eftir það ákvað ég að ráðast í smá upprifjun á franska rappinu, komst yfir allar plöturnar hans og mundi hvað mér fannst þær bara ansi góðar á sínum tíma. Nouveau Western byrjar á fyrstu 20 sekúndunum úr Bonnie&Clyde með Serge Gainsbourg, sem er frábært lag eftir alræmdan slísböll. Lagið gat því eiginlega ekki annað en orðið alveg hreint ágætt og er jafnvel í pínu uppáhaldi hjá mér einmitt vegna þess að mér finnst Bonnie&Clyde freeekar skemmtilegt.


Botnleðja - Ólyst

Hlustaði óspart á þetta eftir að ég og fyrsti kærastinn hættum saman. Ári seinna barst þetta svo í tal hjá okkur og í ljós kom að þetta var 'break-up-lagið' hans líka. Tilviljun? En burtséð frá því gæti þetta jafnvel verið besta lag Magnyl, sem aftur er ein af betri íslensku plötum seinni ára.


Bob Dylan - To Be Alone With You

Það er ansi vel við hæfi að fá þetta því Nashville Skyline er eiginlega búið að vera soundtrackið mitt síðustu 3 mánuðina. Held það hafi varla liðið dagur sem ég hef ekki hlustað á hana alla vega einu sinni. Lögin eru hvert öðru sterkara, kántríið hreint yndi og mér finnst röddin í Bobby D skemmtileg á þessari plötu.


Julie Doiron - Faites des Beaux Rêves

Fyrstu tónleikarnir sem ég fór á þegar ég kom til Montréal í janúar voru með Julie Doiron og Lily Frost. Bjóst fyrirfram við að mér finndist Julie betri án þess svo sem að vita mikið annað um hana en að hún var söngkona og bassaleikari í Eric's Trip sem ku hafa verið ansi vinsælt band hérna í Kanaders in ze 90s. Svo var ég búin að hlusta svolítið á hana og það sem ég var búin að heyra var gott.

Lily sló hana hinsvegar algjörlega út live og var mun betri. Efnið sem Julie var með rann svolítið mikið saman, var allt frekar svipað. Þetta er ágætis lag svo sem, en ekki hennar besta að mínu mati.

topp 5 shuffle lög - zvenni

Þar sem ég var í tímaþröng og ekki að nenna að stressa mig of mikið á hlutunum ákvað ég að taka fyrstu 5 lögin sem kæmu upp. Velti því fyrir mér í leiðinni hvort það sé svona að stunda fiskveiðar?, bara henda netinu út fyrir og vona það besta? Alla veganna þá get ég verið sæmilega ánægður með fenginn, þrátt fyrir marhnútinn...

Name: Long Way Home
Artist: Tom Waits
Time: 3:10
Album: Orphans: Brawlers, Bawlers & Bastards [Disc 2]

Mjög ánægur með að Waits hafi náð in á listann. Einn af mínum topp 5 uppáhaldslistamönnum.

Name: Lithium (Live)
Artist: Nirvana
Time: 5:33
Album:

Var að hlusta á þetta lag í fyrsta skiptið í dag og það er ekki með Nirvana. Þetta er einhver hálf aulalegur gaur að raula lagið og spila á gítarinn sinn. Til að toppa það þá kann hann ekki að spila lagið og er alltaf að stoppa til að kíkja á textablaðið sitt og hlægja. Hef ekki hugmynd um hver þetta er. Minnir ögn á Jack Black en held samt að þetta sé ekki hann. Ef einhver kannast við kauða má endilega láta vita í athugasemdakerfinu.

Name: Track 03
Artist: The Beatles
Time: 2:08
Album: The Beatles for Sale

Ekki slæmt að ná Bítlunum. Var ekki búna skíra lagið inn í bókasafnið en það mun vera Baby´s in Black.

Name: Soma
Artist: Smashing Pumpkins
Time: 6:40
Album: Siamese Dream

Var búinn að gleyma að ég ætti þessa plötu, var aldrei neinn ofur Smashing Pumkins aðdáandi en fílaði þessa. Gott að vita af henni í safninu.

Name: In The Lap Of The Gods...Revisited
Artist: Queen
Time: 3:45
Album: Sheer Heart Attack

Skemmtilegt lag með Queen af rokkaðri tímabili þeirra og ögn í anda aðferðafræði lista dagsins. Bara ýta á takkann og treysta á almættið.

Topp 5 Party Shuffle Spectacular - Vignir

5. Alexisonfire - 44 Caliber Love Letter
Opnunarlag fyrstu plötu hardcore hljómsveitarinnar Alexisonfire. Byrjar ekkert voðalega vel, gítarinn hljómar falskur og svona en svo stórbatnar þetta. Þetta lag og öll þessi plata gefur mér gott nostalgíukast aftur til baka þegar ég var á lokaárinu mínu og var að vinna lokaverkefnið mitt og þessi plata var í spilun hjá öllum meðlimum. Virkilega góð plata sem ég mæli eindregið með.

4. The White Stripes - Conquest
Frábært lag af nýjustu plötu The White Stripes sem ég komst löngu seinna að að væri cover af gömlu 50s lagi með Patti Page. Skemmtilegt lag samt með virkilega flottu samspili gítars Jack White og mexíkóskum trompetleik.

3. AC/DC - Givin the Dog a Bone
Þetta er svo subbulegur texti:
She take you down easy
Going down to her knees
Going down to the devil
Down down at ninety degrees
She blowing me crazy
'til my ammunition is dry
She's using her head again
She's using her head
She's using her head again
I'm justa giving the dog a bone

Einhver asnalegur macho háttur í gangi þarna. Back in Black er alveg skemmtileg plata en maður fær algjöran kjánahroll ef maður fer að hlusta á textann í þessu lagi.

2. Radiohead - Climbing up the Walls
Randomið var aldeilis gjöfult hér. Besta lag bestu plötu Radiohead. Þýðir það að þetta sé besta lag Radiohead? Nei kjáni! Það er There, There. En já, Climbing up the Walls. Þetta lag er svo nærri fullkomnun að það er bara ótrúlegt. Einn flottasti taktur sem Phil Selway hefur gert og þá er mikið sagt. Gítarleikur
Ed O'Brien leikur sér að eldinum og hangir við það að missa hann í feedback. Texti Thom Yorke er frábær og virkilega vel sunginn. Colin Greenwood sér um halda laginu saman með góðum bassaleik og bróðir hans Johnny leikur sér að fullt af tækjum til að fullkomna hljóðheim lagsins. Við sjáum sönnun 1A:


1. Jeff Buckley - The Way Young Lovers Do
Live cover af gömlu Van Morrison lagi. Fallegur texti sem á vel við rödd Buckley.
I kissed you on the lips once more
And we said goodbye just adoring the nighttime
Yeah, thats the right time
To feel the way that young lovers do

Topp 5 Party Shuffle Spectacular - Kristín Gróa

Það erfiða við þennan shuffle lista var að meirihluti laganna sem kom upp var bara eitthvað dót sem ég hafði aldrei hlustað á (Santana, Elvis Costello og Yes eru góð dæmi). Lærdómurinn sem ég get dregið af því er að ég á allt of mikið af tónlist og ætti annað hvort að drattast til að hlusta á hana eða rýma til fyrir einhverju sem ég hlusta virkilega á. Ég fann samt þessa fimm laga syrpu sem mér fannst ég geta tjáð mig um:


Hercules & Love Affair - Athene af Hercules & Love Affair

Úff þetta lag er svo svakalega slick. Hercules & Love Affair minna mig á Óla vin minn því ekki nóg með að hann sé slick þá fann ég fyrir hann eitthvað edit af Blind sem hann hafði verið að leita að í margar vikur. Hann varð svo ofsaglaður að ég held ég hafi bara aldrei glatt nokkurn mann svona svakalega áður!


Echo & The Bunnymen - My White Devil [Alternate Version] af Porcupine

Jakob góðvinur minn gaf mér Porcupine í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum síðan ásamt hinni frábæru Standards með Tortoise. Ég var alltaf við það að demba mér af alvöru út í kanínumennina, var búin að melta best of plötuna ágætlega og hafði nýlega fjárfest í Ocean Rain en þessi plata fór alveg með mig. Ótrúlega flott og þetta lag finnst mér eitt af hápunktunum. Þetta er reyndar alternate version en það er ekkert verra.


The White Stripes - I Fought Piranhas af The White Stripes

Hrár blús af fyrstu plötu "systkinanna". Kannski ekki eitt af þeirra sterkustu lögum en engu að síður er það frekar töff. Það er kannski ekki að marka mig því þetta er Jack White og hann tekur gítarsóló og það þarf ekki mikið meira til að gleðja mig.


Four Tet - You Were There With Me af Everything Ecstatic

Þetta er nú óttalegt gutl. Sorrí en ég á dálítið erfitt með Four Tet þó ég eigi reyndar þessa plötu. Hún er í heildina alveg ágæt og ég fíla alveg sumt þó þetta sé ekki mín tegund af tónlist. Þetta síðasta lag plötunnar finnst mér samt alveg ógeðslega leiðinlegt og boring því það geeeriiiiist baaaaraaaa eeeekkeeeert. GOD! Ég mæli ekkert sérstaklega með því að þið hlustið á þetta lag því það eru sex mínútur af lífi ykkar sem þið fáið ekki aftur.


Genesis - Invisible Touch af Invisible Touch

Ég hef aldrei hlustað neitt á Genesis þó ég sé með heilar sjö plötur með þeim í tónlistarsafninu. Bróðir minn var aftur á móti alveg svakalegur Genesis (og Yes) aðdáandi þegar hann var yngri svo þetta kemur allt frá honum. Hans tónlistarsmekkur er alveg frábær svo ég trúi nú varla öðru en að það sé eitthvað varið í þetta og er þess vegna alltaf á leiðinni að tékka á þeim.

Vandamálið við þetta tiltekna lag er að það er frá hallæristímabilinu eftir að Peter Gabriel var löngu farinn og hljómsveitin var farin að þróast út í eitthvað allt annað en hún var upphaflega. Ég verð samt að viðurkenna að þegar ég hlusta á það núna þá finnst mér það alveg fáránlega skemmtilegt. Þetta er svo geðveikt hallærislegt en samt svo catchy að ég get ekki annað en dillað mér. Er ég endanlega búin að má út línuna sem skilur að töff og vandræðalega tónlist? Hjálp!

Wednesday, April 23, 2008

Sumar sumar - Koop og Yila

Ég veit ekki afhverju svíarnir í Koop hafa farið svona algjörlega framhjá mér en um daginn heyrði ég lag með þeim á notuðu-fata-búðar-myspace-i hérna og daginn eftir heyrði ég sama lagið í bókabúð. Þetta var, nota bene, þegar hér var ennþá skítakuldi og rok og því engan veginn við hæfi þar sem mér finnst þetta meira vera sumartónlist par excellence.

Í dag rölti ég svo út í búð í pilsi, stuttermabol og flip flops...og varð ALLTOF heitt! Það þykir mér ótvíræð sönnun þess að sumarið er komið og tel því við hæfi að skella inn smá sumardóti. Núna er nefnilega tilvalið að hlusta aðeins á þessu hressu dúdda!

Við sjáum myndband...



Koop - Koop Island Blues [mp3]
Koop (feat. Yukimi Nagano) - Summer Sun [mp3]
Koop - Come to Me [mp3]
Koop á myspace

Svo er þetta lag líka búið að koma ansi oft upp hjá mér undanfarið en ég get bara engan veginn munað hvar ég fékk það, hvenær eða hvernig! Hvað er það? Ég semsagt veit alltof lítið annað en það að skemmtilegt og breskt er það :)

Ooog annað myndband...



Yila (feat. Scroobius Pip) - Astronaut [mp3]
Yila.co.uk
Blogged with the Flock Browser

Næsti listi: Topp 5 Party Shuffle Spectacular


Já, lömbin mín. Næsti listi er nokkuð sérstakur. Farið verður aðeins öðruvísi leið en venjulega með (vonandi) neyðarlegri útkomu. Þar sem allir listamenn(og konur) hér nota iTunes þá var ákveðið að gera smá leik. Hver listamaður fer í Party Shuffle í æTjúnsinu sínu og velur þar eftirfarandi:
  • 20 upcoming songs
  • 0 recently played
  • EKKI valið "play higher rated"
Svo er ýtt á refresh og útkoman verður 20 laga random listi(ekki 100% random, enda er það ekki hægt eins og allir tölvunarfræðingar vita, sjá hér). Úr þessum 20 lögum er síðan valin 5 laga röð(röðin verður að haldast) sem er listinn manns. Svo verður að skrifa eitthvað um hvert lag.

Ef maður er heppinn getur maður skrifað um hversu gott lagið er. En maður gæti orðið óheppinn og t.d. þurft að verja það af hverju í ósköpunum maður er með Barry Manilow í æTjúnsinu sínu.

Gestalistamaður okkar að þessu sinni er einn skemmtilegasti bloggari Íslenska Lýðveldisins og smekkmaður mikill í tónlist, Gummi Jóh.

Letilegt músíkblogg

Af því ég er löt og nenni ekki að upphugsa einhverja sniðuga hljómsveit til að skrifa um þá mæli ég bara með því að þið tékkið á eftirfarandi lögum sem hafa verið að þvælast um hjá mér undanfarið. Ég veit ekkert um þessa flytjendur og man ekkert hvaðan ég fékk þetta en lögin finnst mér góð og það er nóg. Fann reyndar myndir af þeim en lengra nær nennan ekki...


Ida Maria - Oh My God


Murder Mystery - Love Astronaut


Magik Markers - Taste

Nýtt frá Grizzly Bear

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki gefið Grizzly Bear nægilegan séns í gegnum tíðina.
Ég verð líka að viðurkenna það að ég sa þetta vídjó i fyrsta skipti í morgun. Þar eru þeir drengir að spila lagið "While You Wait for the Others" hjá irska risanum Conan O'Brien. Þetta lag er ekki komið út ennþá en ku vera ætlað fyrir næstu plötu bangsanna

Að lokum verð ég að viðurkenna að ég er búinn að spila þetta lag svona 11 sinnum í dag. Geðveikt lag og ég verð greinilega að athuga Grizzly Bear MUN betur í framtíðinni.

Ég læt fylgja með upptöku af laginu úr frábæra morgunþættinum 'Morning becomes eclectic' þar sem allir töff virðast koma við og spila. Ekki alveg jafn góð útgáfa en þetta ætti að halda manni góðum í bili.


Grizzly Bear - While You Wait for the Others(live at Morning Becomes Eclectic

Tuesday, April 22, 2008

Franskt sumar - Yelle og Sebastien Tellier

Nú skal ég alveg viðurkenna að ég á það til að vera helst til jákvæð á allt það sem franskt er en í þessu tilfelli þarf held ég enga frönskusleikju. Ég var aðeins búin að hlusta á Yelle þegar diskurinn hennar kom út í fyrra en með hækkandi sól (og hitastigi) fór ég að hlusta aðeins meira og þetta er bara hin fullkomna sumartónlist! Þegar maður er svo fastur inni í 22 stiga hita og sól vegna próflesturs er klárlega málið að horfa á þetta video, reyna að herma og dansa í sig hressleikann - þetta er bara ekkert hægt!



Og svo getur vel verið að ég sé bara búin að missa mig í lestrinum en mér finnst meira að segja eurovisionlag frakkanna skemmtilegt þetta árið. Hresst, sumarlegt og myndbandið er fyndið. Lagið er víst fyrst franska eurovisionlagið sem sungið er eingöngu á ensku. Frakkarnir urðu auðvitað brjálaðir út af því og að lokum lofaði dúddinn að breyta textanum þannig að það verði ca. 50:50 á ensku og frönsku. Frakkar eru svo snar :)



Yelle - A Cause des Garcons (TEPR remix) [mp3] [myspace]
Sebastien Tellier - Divine [mp3] [myspace]

Blogged with the Flock Browser

The Ruby Suns


Jæja þessum færslum sem eru innblásnar af nýlegum diskakaupum fer nú bráðum að ljúka. Núna ætla ég aðeins að tala um nýsjálensku hljómsveitina The Ruby Suns en ég fjárfesti einmitt í þeirra nýjustu afurð, Sea Lion, á dögunum. Þetta er ekki dæmigerð indírokkplata því það liggur frekar við að hægt sé að kalla þetta (Krissa lokaðu augunum núna) world music! Gahh! Ekki hlaupa öskrandi í burtu samt því þessi plata er uppfull af gleði og ljúfum tónum, sumari og yndislegum glundroða. Hvernig hægt er að láta plötu hljóma nýsjálenska, afríska, spænska og kaliforníska (o.fl. o.fl) á sama tíma án þess að úr verði stefnulaus vitleysa er eitthvað sem ég kann ekki skýringu á en einhvernveginn virkar það samt. Ég mæli eindregið með þessari, hún er alveg svakalega skemmtileg.

The Ruby Suns - Oh, Mojave
The Ruby Suns - Tane Mahuta

Monday, April 21, 2008

Tapes 'n Tapes


Tapes 'n Tapes gáfu út plötuna Walk It Off á dögunum og ég náði mér auðvitað í eintak enda mjög hrifin af fyrri plötunni. Við fyrstu hlustun grípur hún ekki eins og The Loon gerði, það er ekkert instantly catchy eins og Cowbell eða Insistor hérna. Eftir að hafa hlustað nokkrum sinnum er ég þó farin að kunna betur við plötuna en ég gerði í fyrstu og ég gæti jafnvel trúað að eftir nokkrar hlustanir í viðbót fari mér að finnast hún skrambi góð. Sumar plötur eru bara þannig.

Tapes 'n Tapes - Headshock
Tapes 'n Tapes - Say Back Something

Tapes 'n Tapes á MySpace

Sunday, April 20, 2008

Topp 5 New York lög - Krissa

Ég ætlaði að gera topp5 lista yfir lög með New York tónlistarmönnum/hljómsveitum um New York o.s.frv. o.s.frv. Ég skipti hinsvegar um skoðun á miðri leið, ákvað að vera sjálfhverf og velja þau 5 lög sem mér finnst vera ofur-New-York lög, lög sem ég tengi á einhvern hátt við borgina, lög sem ég myndi hlusta á væri ég þar and all that jazz so voila:

5. TV on the Radio - The Wrong Way
TV on the Radio eru reyndar frá New York, Brooklyn to be precise (auðvitað eru þeir baseaðir í Brooklyn). Fáranlega skemmtilegir og ég hefði í raun getað valið hvaða lag sem er með þeim. Þetta er hinsvegar í örlitlu uppáhaldi þrátt fyrir að ég sé búin að vera að hlusta á það stanslaust síðan það kom út - það er einfaldlega ekki hægt að fá nóg af þessu lagi.
Lagið sem þú hlustar á í subwayinu while discreetly peoplespotting.

4. Death From Above 1979 - Black History Month
Las einhvern tíma að hugmyndin að þessu lagi hefði komið í subway ferð í New York. Hvort sem eitthvað er til í því eður ei dettur mér borgin alltaf í hug þegar ég heyri lagið.
Lagið sem þú hlustar á þegar þú situr í garði/úti á svölum/uppi á þaki og spjallar :)

3. Man Man - Push the Eagle's Stomach
Man Man eru ekki frá New York og lagið er ekki um New York (ekki svo ég viti allavega) en það spliffar ekki donk, ég sá þá fyrst í Bowery Ballroom og var ekki mikið búin að hlusta á þá fyrir tónleikana þannig að fyrir mér eru Man Man New York tónlist. Þetta lag er eins og borgin: skemmtilegt, allt að ske, smá af öllu, ört og brjálæðið allsráðandi.
Lagið sem þú hlustar á þegar þið langar að dansa um í 37fm íbúðinni þinni, hoppa í sófanum og syngja með: "moustache, moustache, moustache".

2. Bonde Do Role - Marina Gasolina
Sjáið þið ekki fyrir ykkur að vera í einni af þessum alræmdu pínulitlu Manhattan leiguíbúðum og dilla ykkur í 'stofunni' við þetta lag meðan þið takið ykkur til fyrir kvöldið?
Lagið sem þú hlustar á þegar þú ert á leiðinni út í ógó pógó góðan mat og djamm með stelpunum/strákunum.

1. British Sea Power - Apologies to Insect Life
Undir-þriggja-mínútna-brjálæði. Fullkomið fyrir borgina þar sem allstaðar er fólk og freistingar og tónlist og eitthvað skemmtilegt að gera og góður matur til að borða og og og...fullkomið lag fyrir fullkomna borg ;)
Lagið sem þú hlustar á í headphones meðan þú röltir um, air-trommar óvart pínu og syngur með vegna einskærrar gleði yfir að vera í borg borganna...

TV on the Radio - The Wrong Way [.mp3] [myspace] [video]
Death From Above 1979 - Black History Month [.mp3] [myspace] [video]
Man Man - Push the Eagle's Stomach [.mp3] [myspace] [video - live í Nashville]
Bonde Do Role - Marina Gasolina [.mp3] [myspace] [video]
British Sea Power - Apologies to Insect Life [.mp3] [myspace} [video - live í Brixton]





Blogged with the Flock Browser

Topp 5 New York lög - Vignir

5. Death Cab for Cutie - Marching Bands of Manhattan
If I could open my arms
And span the length of the isle of Manhattan,
I'd bring it to where you are
Making a lake of the East River and Hudson

Drengirnir í Death Cab eru hérna væmnir að eðlisfari en þetta lag er samt í uppáhaldi hjá mér. Það minnir mig alltaf á New York og fyrstu mánuði mína með unnustunni minni og ferð okkar til New York.

4. The Avett Brothers - Famous Flower of Manhattan
And I found a flower in a field A field of cars and people; rows of concrete, paint, and steel Manhattan is where it grew And I thought to cut it from it's stem And take it from the cracks between bricks that it lay in And save it from city strife Away from the city life

Ég fann þetta lag við gerð þessa lista og hafði í raun ekki fattað hvað það væri virkilega gott. Flottur texti og rólegt lag sem sómar sig vel í kringum hressleikann á plötunni.

3. Bob Dylan - Talkin' New York
Wintertime in New York town, The wind blowin' snow around. Walk around with nowhere to go, Somebody could freeze right to the bone. I froze right to the bone. New York Times said it was the coldest winter in seventeen years; I didn't feel so cold then.

Bobby D syngur hér um flutning sinn til New York og fyrstu tímana sína í GreenWich Village.

2. Interpol - NYC
The subway is a porno And the pavements they are a mess i know you've supported me for a long time somehow i'm not impressed But New York Cares
Interpol er ein af þessum hljómsveitum sem eru samtengdar New York. Ef maður hugsar um tónlist frá New York er Interpol fljót að koma upp í hausinn á manni. Í þessu lagi tala þeir um hvað það getur verið erfitt að búa í þessari borg sem er skítug og ópersónuleg en samt er hún djöfuls æði.

1. The Velvet Underground - I'm Waiting for the Man
I'm waiting for my man
Twenty-six dollars in my hand Up to Lexington, 125 Feel sick and dirty, more dead than alive I'm waiting for my man

Ef maður þyrfti að velja einhvern einn tónlistarmann New York yrði Lou Reed án efa fyrir valinu. Textar hans fjalla oft um reynslu hans úr stórborginni og karaktera þaðan. Velvet Undergorund sá síðan um að fullkomna texta Reed með því að búa til sánd utan um þá sem ná að fanga borgina, kraftinn og hrátt umhverfið.

Friday, April 18, 2008

Topp 5 New York lög - Zvenni


Union Square - Tom Waits

Það er fjör í bænum, strákarnir hressir á torginu og allt að gerast. Eins og Ingvar vinur minn sagði einhven tímann; "Að kíkja í bæinn er alltaf ævintýri, þú getur náð þér í stelpu eða verið laminn... eða allt á milli".
Down down down,
I'm going down down down downtown.
Down downtown,
down down down.


Only living Boy in New York - Simon & Garfunkel

Tom, get your plane right on time
I know your part'll go fine
Fly down to Mexico.

Da-n-da-da-n-da-da-n-da-da here I am
The only living boy in new york


Simon & Garfunkel (eða Tom & Jerry eins og þeir kölluðu sig í byrjun ferilsins) gáfu út Bridge Over Troubled Water, sína síðustu plötu saman árið 1970. Sögumaðurinn talar um enda sambands tveggja manna og kveður vin sinn sem er að fljúga burt, og er einn eftir í borginni.

Fairytale of New York - The pogues
Youre a bum
Youre a punk
Youre an old slut on junk
Lying there almost dead on a drip in that bed
You scumbag, you maggot
You cheap lousy faggot
Happy christmas your arse
I pray God its our last

The boys of the nypd choir
Were singing galway bay
And the bells were ringing out
For christmas day

Uppgjör á jóladag í stórborginni. Það góða og það slæma tekið fyrir og strákarnir í löggukórnum raula undir.

This Mess We´re In - P.J. Harvey og Thom York
Can you hear them
The helicopters?
I'm in New York
No need for words now
We sit in silence
You look me
In the eye directly
You met me
I think it's Wednesday
The evening
The mess we're in
And ooooh...


Harvey og York segja sögu úr borginni. Tvær leiðar manneskjur að ræða málin. Allt frekar þunglyndislegt enda varla við öðru að búast af parinu.

Walk on the Wild Side - Lou Reed
Little joe never once gave it away
Everybody had to pay and pay
A hustle here and a hustle there
New york city is the place where they said

Hey babe, take a walk on the wild side
I said hey joe, take a walk on the wild side


Lou Reed lýsir vinum sínum Holly, litla Jóa og fleirum á strætum New York borgar og högum þeirra. Hluti borgarinnar sem ef til vill ekki allir þekkja, en Reed virðist hafa kynnst nokk vel.

Topp 5 New York lög - Kristín Gróa

Í New York þemanu okkar ætla ég að einblína á starfandi hljómsveitir frá Brooklyn því þar er allt að gerast þessa dagana.


5. Battles - Ddiamondd af Mirrored

Battles hafa fengið alveg þokkalega mikla athygli hérna á topp fimm síðan þeir gáfu út hina stórgóðu Mirrored í fyrra en það er bara verðskuldað svo hér koma þeir enn einu sinni.


4. Yeasayer - Sunrise af All Hour Symbals

Ég skal alveg viðurkenna að Yeasayer fóru algjörlega framhjá mér þangað til ég las síðasta árslista Pitchfork en eftir það fannst mér þeir vera allstaðar. Ég keypti plötuna All Hour Symbals loksins um daginn og hún er alveg jafn góð og af er látið.


3. Vampire Weekend - M79 af Vampire Weekend

Við á topp fimm höfum varla minnst á þessa mest hæpuðu sveit ársins (fljót leit sýnir að Vignir setti reyndar lagið Walcott á karlmannsnafnalistann) enda er það nú eiginlega að bera í bakkafullan lækinn að bæta við enn einni lofræðunni um þá. Það breytir því ekki að platan þeirra er ofboðslega skemmtileg og fær mig til að brosa út að eyrum.


2. MGMT - Kids af Oracular Spectacular

Vampire Weekend eru kannski hæpaðastir þessa stundina en MGMT fylgja fast á hæla þeirra. Lagið Time To Pretend hefur farið sem eldur í sinu um indíheiminn en þar sem ég er búin að misþyrma því og Electric Feel þá er ég búin að færa mig yfir Kids sem er uppáhaldslagið mitt þessa dagana.


1. TV On The Radio - Wolf Like Me af Return To Cookie Mountain

Ég er búin að komast að því að ég get bara ekki fengið leið á þessu lagi. Ég fæ enn kipp í magann þegar það byrjar þó ég sé búin að hlusta á það svona sjöþúsund sinnum. Mjög verðskuldað toppsæti.

Thursday, April 17, 2008

The Rosebuds


Það er alltaf gaman að vera eftirá. Þegar ég var úti um daginn og var að gramsa í rekkunum í Other Music otaði Snorri að mér Birds Make Good Neighbours með The Rosebuds og mælti með að ég tékkaði á henni. Við nánari athugun kom í ljós að þessi plata kom út árið 2005 og hefur greinilega farið algjörlega framhjá mér því þó ég kannaðist óljóst við nafnið á sveitinni hafði ég aldrei heyrt í henni. Ég ákvað nú samt að bæta diskinum í bunkann úr því Snorri mælti með honum og vá hvað ég sé ekki eftir því. Mér leist eiginlega hvorki á plötucoverið, plötunafnið né hljómsveitarnafnið... fannst þetta allt hljóma eins og það gæti verið væmið og asnalegt en svo er það meira svona quirky og drungalegt. Ég er vonlaus þegar kemur að því að líkja hljómsveitum saman svo ég get ekki nefnt neitt sem þessi minnir á en ég veit bara að mér finnst platan mjög góð. Það skemmtilega er svo að þau gáfu út plötuna Night Of The Furies í fyrra sem ég á þá bara alveg inni að hlusta á. Heppilegt!

The Rosebuds - Shake Our Tree
(hressandi!)
The Rosebuds - Blue Bird (hugljúft!)

Wednesday, April 16, 2008

The Raconteurs


Ég hef sagt það áður og ég á eftir að segja það aftur.. ég er veik fyrir Jack White. Það er eitthvað við hann sem ég get ekki fest fingurinn á og þegar ég sé hann spila live þá kikna ég gjörsamlega í hnjáliðunum. Að heyra þennan mann spila á gítar er alveg out of this world, hann er svo fáránlega intense að maður verður vart vitni að öðru eins. Ég varð þess vegna auðvitað að kaupa nýju Raconteurs plötuna til að fá Jack White skammtinn minn.

Það vita væntanlega allir að The Raconteurs tilkynntu um tilvist Consolers Of The Lonely aðeins viku fyrir útgáfudaginn svo maður fékk varla tíma til að búa sér til væntingar. Ég bjóst svo sem ekki við neinum flugeldum en svo greip platan mig strax við fyrstu hlustun. Þetta hljómar ekkert voða nýtt eða ögrandi en að búa til tímalausa plötu sem gengur svona smooth og grípur mann strax er viss list. Maður hefur á tilfinningunni að þeir hafi ekkert fyrir þessu og það er það magnaða. Ekki búast við tímamótaverki heldur skemmtilegri rokkplötu sem er tekin upp af frábærum tónlistarmönnum og þá verðið þið ekki fyrir vonbrigðum.

The Raconteurs - Hold Up

The Raconteurs - Top Yourself

Tuesday, April 15, 2008

Muscles og nýtt frá Wolf Parade


First thing's first. Hin frábæra sveit Wolf Parade er að fara að gefa út nýja breiðskífu 17. júní (hæ hó jibbí jei indeed). Þetta er auðvitað svo mikið tilhlökkunarefni að ég ræð mér vart af spenningi en það sem er enn sniðugra er að fyrsta lagið er komið á stjá svo við getum öll farið að hlusta á það núna strax og yljað okkur við tilhugsunina um meira góðgæti. Þetta er flott.

Wolf Parade - Call It A Ritual


Í öðru lagi langar mig aðeins að minna á ástralskan tónlistarmann sem kallar sig Muscles. Hann gaf út plötuna Guns Babes Lemonade í fyrra og þar sem hún fór algjörlega framhjá mér á sínum tíma gæti alveg verið að hún hafi farið framhjá fleirum og það viljum ekki! Ég leitaði með logandi ljósi að þessari plötu úti í NY en fann hana hvergi en það er hægt að panta hana bæði á Insound og Amazon svo við skulum bara öll gera það... allir saman nú! Þetta er hressandi.

Muscles - Hey Muscles I Love You
Muscles - Ice Cream

Monday, April 14, 2008

Diskó


Hvað gerðum við Rósa vinkona kvöldið sem við komum heim frá New York? Nú við héldum auðvitað diskópartý aldarinnar! Þetta fallega fólk hér að ofan var á meðal gesta en á tímabili var svo mikið af glamúrus diskófólki á staðnum að það var erfitt að komast á milli herbergja. Nú er íbúðin mín þakin glimmeri og verður það örugglega um ókomna tíð en mér er bara alveg sama því það var svo ótrúlega gaman.

Ég keypti auðvitað slatta af diskum út í New York en áður en ég fer að leyfa ykkur að heyra eitthvað af þeim þá kveð ég diskóið með þessum glitrandi lögum.

Andrea True Connection - More More More
Heatwave - Boogie Nights
Van McCoy - The Hustle (sérstaklega fyrir Montréal búana!)

Sunday, April 13, 2008

Topp 5 metal lög - Krissa

Æjj ég hef aldrei verið metalaðdáandi. Hef þar af leiðandi lítið hlustað á metal og veit ekkert í minn haus...Mitt twist á lista vikunnar er því málmur. Og ekki bara hvaða málmur sem er heldur gull! Já sælir félagar! Krafan var semsagt sú að texti lagsins, nafn þess eða nafn höfundar yrði að innihalda gull. Nú gæti ykkur mögulega dottið Spandau Ballet í hug en ekki er það svo gott, þeir voru samt að sjálfsögðu í úrtakinu ;) Anywho voila:



5. David Bowie - Golden Years
Það er allt fyndið við þetta video en Bowie er, var og mun alltaf verða svalur ;)

4. The Decemberists - Culling of the Fold
"Ply her heart with gold and silver
And take your sweetheart down to the river"
Hafið þið hlustað á textann í þessu lagi? Ótrúlega catchy lag með skemmtilegri orðasúpu.  Svo er röddin í Colin Meloy líka svo skrítin og skemmtileg. Það gæti samt mögulega verið vafasamt að tralla og syngja með "cut him up boy"...oh well ;)

3. Kanye West feat. Jamie Foxx - Gold Digger
Hressssssssleikinn með Kanye...sem ég er alveg að fara að sjá :) Var ekki alveg viss með hann í fyrstu en ég hef gaman að honum.  The cherry on top er svo Jamie Foxx líka - ótrúlega góð blanda!

2. Neil Young - Heart of Gold
"I crossed the ocean
for a heart of gold"
Lagið er flott, textinn yndi og þetta lag minnir mig á einn af toppfimm meðlimunum á the best possible way.

1. The Arcade Fire - Neighborhood #1 (Tunnels)
"As the day grows dim
I hear you sing a golden hymn"
Einu sinni átti ég mennska vekjaraklukku í Kanada. Tímamismunurinn var fullkominn - ég fékk alltaf símtal þegar vekjaraklukkan fór að sofa því þá þurfti ég að vakna heima á Íslandi. Tunnels var hringingin mín fyrir mennsku vekjaraklukkuna alla 4 mánuðina sem þetta gekk. Það er frekar ljúft að vakna við það. Klárlega eitt af uppáhalds lögunum mínum með einni af uppáhalds hljómveitunum mínum.

The Decemberists - Culling of the Fold [video]
David Bowie - Golden Years [video]
Kanye West feat. Jamie Foxx - Gold Digger [video]
Neil Young - Heart of Gold [video]
The Arcade Fire - Neighborhood #1 (Tunnels)


Blogged with the Flock Browser

Topp 5 metallög - Vignir

Afsakið seinleika póstsins. Skemmtilegir gestir eyðileggja allt tímaskyn.

Mér fannst í rauninni allt of erfitt að velja 5 metallög allra tíma þannig að ég ákvað að setja aðeins nýrri lög sem hafa verið að heilla mig seinustu ár.

5. Slipknot - The Blister Exists

Já, Slipknot er kjánaleg. Ég geri mér fullkomnlega grein fyrir því. En þeir eiga alveg nokkuð góð lög og má þar t.d. nefna að spilamennskan er alveg á besta máta og krafturinn kemst oft vel til skila. Sú ákvörðun að hafa þrjá trommara veldur líka oft skemmtilegum blöndum og gerir oft mikla lukku eins og t.d. í þessu lagi.

4. Lamb of God - As the Palaces Burn

Ég endist ekki mikið á Lamb of God. Yfirleitt get ég ekki hlustað oft á plöturnar þeirra en það er mjög gott að detta inn á þær ef manni vantar smá spark í rassinn.

3. Tool - The Pot

Já, ég kann ekki að gera lista án þess að setja Tool á hann. Þótt að Tool sé mjög experimental hljómsveit, þá er grunnurinn þeirra að sjálfsögðu metallinn. Þetta lag er af nýjustu plötunni þeirra, 10.000 Days og er kannski svona það sem er mest "venjulega" metallagið þar.

2. Opeth - The Baying of the Hounds

Sænskur dauðametall! ARRRR!!! Opeth byrjaði sem týpísk sænsk dauðametalsveit en fór að pæla aðeins meira í hlutunum og auka á tónsmíðarnar. Meistaraverkið þeirra er að mínu mati Ghost Reveries sem kom út árið 2005. Virkilega melódísk og flott tónlist sem fer upp og niður, vinstri og hægri á skalanum.

1. Mastodon - The Wolf is Loose


Jebb. Hann er með tattú á enninu. Mastodon er besta metalsveitin sem er starfandi í dag. Þannig er það bara. Þetta lag er fyrsta lagið af þeirra nýjustu plötu Blood Mountain. Þarna vita allir hvað á að gera og eru ótrúlega þéttir og trommarinn sér um að gefa rétta tóninn fyrir lagið og plötuna.

P.S. Ég kemst ekki í tónlistina mína og get ekki sett linka á lögin alveg strax.

Friday, April 11, 2008

Topp 5 Metallög - Zigs

Seinni gestalistamaðurinn er Siggi P, en meðal áhugamála hans má nefna rokk, þungarokk og metal allra tíma. Hér er listinn hans.

Ég fór þá leið að velja klassískar metal sveitar sem hafa haft gríðarleg áhrif á tónlistarsöguna.

Manowar – Warriors Of The World
Háværasta hljómsveit heims ákallar stríðsmenn heimsins. Hef alltaf jafn gaman af þessu lagi.

Judas Priest – A Touch Of Evil
Í tilefni þess að þessir kappar spila á Hróarskeldu í ár er tilvalið að benda á þetta frábæra lag.

Metallica – For Whom The Bell Tolls
Bassaleikur Cliff Burton er engu líkur og náði nýjum hæðum í þessum slagara. Margir eru hissa á að þetta sé bassi en ekki gítar en heyrn er sögu ríkari.

Black Sabbath – Heaven and Hell
Black Sabbath bjuggu til metalinn og væri hægt að fylla marga svona lista bara með lögum þeirra en þetta varð fyrir valinu því ásamt því að vera stórkostlegt lag þá skartar það einnig einum allra besta metal söngvara allra tíma Ronnie James Dio, sem sjálfur á gríðarmagn af slögurum.

Iron Maiden – Fear Of The Dark
Varð bara að hafa Iron Maiden á listanum en var í mestu vandræðum með að velja eitt lag umfram annað. Á endanum varð Fear of the dark fyrir valinu enda lengi í uppáhaldi og valdi ég það umfram Aces High, The Trooper og Hallowed Be Thy Name.

Topp 5 Metallög - zvenni

Speed King - Deep Purple

In Rock með Deep Purple var mikil uppgötvun fyrir mig. Var líklega 15 eða 16 er ég leigði hana á vínyl á bókasafninu. Frummetalband þegar blúsinn var enn með í pakkanum. Máski ekki harðasta bandið en þungi í hverjum tón.

Sabbath Bloody Sabbath - Black Sabbath

Annað frummetalband sem gaf tón um nýja tíma. Ungir menn með mikinn áhuga á trúmálum, táknum og messum.

Stone Cold Crazy - Queen


Fyrstu plötur Queen eru alls ekki svo vitlausar og meira að segja þungar á köflum. Bandið blómstraði á svipuðum tíma og Judas Priest og fleiri bönd eftir brotthvarf Black Sabbath. Rámar í að Metallica hafi tekið þetta lag á minningartónleikunum um Freddy Mercury forðum.

(Áhugasömum er einnig bent á Sheer Heart Attack og Keep Yourself Alive)

SlaughterHouse - Powermad

Þetta lag greip mig í Wild at Heart myndinni. Skemmtilegt speed-metal. Keypti sándtrakkið og leitaði út um allt að upprunalegu plötunni með bandinu. Rakst loks á hana mörgum árum seinna hjá þýskum kærasta frænku minnar í Hamburg sem átti eintak á vínyl. Hann bjó svo vel að geta brennt hana yfir á disk fyrir mig. Það var fallega gert.

Sugar - System of a Down

Nu-metall af fyrstu plötu sveitarinnar. Á afar góða minningu um þetta lag. Fórum fimm saman í hringferð til að heimsækja ríkisverslanir landsins. Mammsi og Guðjón frammi í lansernum og ekkert alltof ánægðir með að hafa látið undan fullu vitleysingjunum aftur í og spila lagið í skipti númer ég veit ekki hvað. Ingvar, Siggi P og ég aftur á móti í skýjunum. Góðir tímar.

Topp 5 Metallög - Davíð

Annar tveggja gestalistamanna vikunnar er Davíð Rósenkrans, málmplokkari mikill og rokkhundur. Hér er innleg hans í umræðuna.

5. Metallica – Blackened



Sennilega frægasta og áhrifamesta þungarokkssveit sögunnar. Lagið sem ég valdi er með því fyrsta sem ég heyrði með Metallica. Ég hef verið svona 12-13 ára gamall þegar systir mín keypti ...and Justice for All - diskinn. Þetta var það svaðalegasta sem maður hafði heyrt.

See our mother put to death
See our mother die


4. System of a Down – Know


Hef alltaf verið hrifinn af þessum armensku Könum. Kraftmiklir og óútreiknanlegir. Lagið er af fyrstu plötu þeirra en hún ber nafn sveitarinnar.

Cursed Earth, Cursed Earth, Cursed Earth, Cursed Earth.
I will never feed off the evergreen luster of your heart all because we all live in the valley of the walls when we speak we can peak from the windows of their mouths to see the land the women chant as they fly up to the sun.


3. Sepultura – Arise


Þungarokkararnir úr regnskógum Brasilíu eiga heiðurssess á þessum lista. Hef hlustað mikið á þá í gegnum árin.

Obliteration of mankind
Under a pale grey sky
We shall arise...


2. Tool – The Grudge


Ég ákvað að Tool ætti heima hérna. Ein af betri hljómsveitum samtímans.

Wear the grudge like a crown of negativity
Calculate what we will or will not tolerate
Desperate to control all and everything
Unable to forgive your scarlet lettermen


1.Meshuggah – Future Breed Machine



Sænsku ofurmennin standa fyrir sínu. Tónlistin er vélræn og minnir á verksmiðju. Þetta lag er alltaf hægt að hlusta á til að koma sér í gott skap.

See me be me same contents same machine
The currency of ours no more flesh and bone
We are to be unaware of what we have been before

Wednesday, April 9, 2008

Noah and the Whale


Þetta er klárlega hressleiki dagsins. Noah and the Whale eru svona tiltölulega ný og spennandi, gott ef fyrsta lagið kom ekki bara út í fyrra. Þau eru að sjálfsögðu obbosens bresk, kunna silly walkið örugglega 100% og verða live út um allt í bretalandi á næstunni. Flakkið enda þau svo auðvitað á hinu alltof spennandi Great Escape Festival í hinum undurfagra og æði skemmtilega bæ Brighton!

Þannig að þið sem búið í Englandi: skellið ykkur til Brighton fyrir mig því ég er landfræðilega challenged. Þið hin sem, eins og ég, eruð einhvers staðar allt annars staðar í heiminum, takið ykkur pásu í nokkrar mínútur, kíkið út um gluggann, ímyndið ykkur að það sé komið sumar og dillið ykkur pínu við Noah and the Whale ;)

Noah and the Whale - Mary [.mp3]
Noah and the Whale - Rock and Daggers [.mp3]
Noah and the Whale á myspace
The Great Escape festival

Monday, April 7, 2008

Næsti listi: Topp 5 metal lög!


Já, næsti listi okkar verður sá harðasti hingað til! Þungmálmurinn fær að ráða þar sem valin verða topp fimm metallög! Enga væmni, ekkert væl, bara helvítis harka!

Tenacious D segja okkur hvernig þetta virkar:

Tenacious D - The Metal


Annars þá mæli ég virkilega með myndinni Metal: A Headbanger's Journey bæði fyrir þá sem hafa aldrei prufað þessa vanmetnu tónlistarstefnu og þá sem hafa verið í þessu í lengri tíma

Friday, April 4, 2008

Topp 5 dóplög - Vignir

5. Guns n Roses - Mr. Brownstone

Axl Rose og félagar syngja hér um hvað það getur verið stundum leiðinlegt að vera háður heróíni.

4. Bob Dylan - Rainy Day Women #12 & 35

Mr. Tambourine Man er fágaðra Dylan lag um dóp en þetta er meira straight up dóplag þar sem að allir eru í dópinu á meðan verið er að taka það upp. Skemmtilegt lag þar sem að fjörið í stúdíóinu skín í gegn.

3. Jefferson Airplane - White Rabbit

Í þessu psychedelic lagi er sagt frá ævintýrum Lísu í Undralandi, þar sem Undralandið er LSD. Þetta lag átti frábæra innkomu í myndinni Fear and Loathing in Las Vegas þar sem Gonzo var alveg með á hreinu hvernig átti að hlusta á lagið:
                         GONZO
Back the tape up. I need it again!
Let it roll! Just as high as the
fucker can go! And when it comes
to that fantastic note where the
rabbit bites its own head off, I
want you to THROW THAT FUCKING
RADIO INTO THE TUB WITH ME!

2. Queens of the Stone Age - Feel Good Hit of the Summer

Þetta er allur textinn í laginu:
Nicotine, valium, vicodin, marijuana, ecstasy and alcohol. Cocaine.

1. The Velvet Underground - Heroin

Ástarlag um heróín. Mjög heilbrigt að öllu leyti.